Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2016 12:09 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. Formaður Samfylkingarinnar telur Katrínu enn eiga möguleika í stöðunni og segir að þrátt fyrir þrengri stöðu í ríkisfjármálum beri flokkunum skylda til að finna leiðir til að styrkja innviði samfélagsins. Þingflokkur Vinstri grænna kom saman til fundar klukkan hálf ellefu í morgun þar sem Katrín fer yfir stöðuna eftir að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. Á þessum fundi gæti það ráðist hvort Katrín heldur áfram stjórnarmyndunartilraunum eða skilar umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. „Á meðan það eru ekki formlegar viðræður í gangi þá getur hver sem er farið að mynda meirihluta þó einhver sé með umboðið,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði stöðuna ekki einfaldari eftir gærdaginn. „Þetta eru sjö stykki í púsluspili sem virðast ekki passa nægilega vel saman,“ sagði Katrín og var þá spurð hvort hún ætlaði að ræða við Framsóknarflokkinn í dag. „Þá er væntanlega verið að leggja það til að hann komi inn í fimm flokka stjórn, eða hvað? Þegar maður er búin að sitja í svona viðræðum allan sólarhringinn í viku verður maður eiginlega að gefa sér smá tíma til að hugsa,“ sagði Katrín. Og það gerir hún á fundi með þingflokki sínum. Hún ræddi við forseta Íslands í síma í morgun og gerði honum grein fyrir stöðunni en hún er formlega enn með stjórnarmyndunarumboðið.Þrjár klukkustundir hefðu getað skipt sköpum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu enn hafa möguleika á viðræðum við aðra flokka þótt staðan sé orðin flóknari. Það hafi komið á óvart að Viðreisn skuli hafa staðið svo föst fyrir sem raun bar vitni í gær. „Vegna þess að þrír klukkutímar hefðu getað skýrt málin. Við vorum auðvitað tilbúin með tillögur til tekjuöflunar sem hefðu getað sætt sjónarmið. Mér fannst það skrýtið að slíta á þessum tímapunkti,“ segir Logi. En fyrir síðasta fund formanna fjögurra og viðræðuhóps Pírata í gær, ræddi Katrín Einslega við Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar. Katrín gæti tekið upp viðræður við Framsóknarmenn um að koma inn í fimm flokka samstarf en til að þeir flokkar hefðu meirihluta yrði Björt framtíð að kljúfa sig frá Viðreisn. Þá gæti Katrín rætt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en hann og Vinstri græn hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einn til lágmarks meirihluta. Þar gæti Samfylkingin komið inn með sína þrjá. „Það er algerlega ótímabært að svara því. Við þyrftum að sjá með hvaða poka slík stjórn ætlaði að leggja upp í ferðalag,“ segir Logi. Þrátt fyrir minna svigrúm ríkissjóðs til útgjalda í innviði eins og heilbrigðis- og menntakerfið, sem komið hafi í ljós í gögnum frá stjórnarráðinu í viðræðunum, beri flokkunum skylda til að standa við loforð í þeim efnum. „Ef það kemur í ljós að svigrúmið er minna þýðir ekki að menn leggist undir sæng og hætti að gera nokkuð. Þá þurfum við bara að leggja enn meira á okkur til að vinna þjóðinni gagn. Á hinn bóginn fannst mér sérkennilegt eftir viku samtal Viðreisnar við Sjálfstæðisflokk að þeir skyldu ekki vera búin að átta sig á þessu, segir Logi og bætir við: „Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi Einarsson. Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. Formaður Samfylkingarinnar telur Katrínu enn eiga möguleika í stöðunni og segir að þrátt fyrir þrengri stöðu í ríkisfjármálum beri flokkunum skylda til að finna leiðir til að styrkja innviði samfélagsins. Þingflokkur Vinstri grænna kom saman til fundar klukkan hálf ellefu í morgun þar sem Katrín fer yfir stöðuna eftir að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. Á þessum fundi gæti það ráðist hvort Katrín heldur áfram stjórnarmyndunartilraunum eða skilar umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. „Á meðan það eru ekki formlegar viðræður í gangi þá getur hver sem er farið að mynda meirihluta þó einhver sé með umboðið,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði stöðuna ekki einfaldari eftir gærdaginn. „Þetta eru sjö stykki í púsluspili sem virðast ekki passa nægilega vel saman,“ sagði Katrín og var þá spurð hvort hún ætlaði að ræða við Framsóknarflokkinn í dag. „Þá er væntanlega verið að leggja það til að hann komi inn í fimm flokka stjórn, eða hvað? Þegar maður er búin að sitja í svona viðræðum allan sólarhringinn í viku verður maður eiginlega að gefa sér smá tíma til að hugsa,“ sagði Katrín. Og það gerir hún á fundi með þingflokki sínum. Hún ræddi við forseta Íslands í síma í morgun og gerði honum grein fyrir stöðunni en hún er formlega enn með stjórnarmyndunarumboðið.Þrjár klukkustundir hefðu getað skipt sköpum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu enn hafa möguleika á viðræðum við aðra flokka þótt staðan sé orðin flóknari. Það hafi komið á óvart að Viðreisn skuli hafa staðið svo föst fyrir sem raun bar vitni í gær. „Vegna þess að þrír klukkutímar hefðu getað skýrt málin. Við vorum auðvitað tilbúin með tillögur til tekjuöflunar sem hefðu getað sætt sjónarmið. Mér fannst það skrýtið að slíta á þessum tímapunkti,“ segir Logi. En fyrir síðasta fund formanna fjögurra og viðræðuhóps Pírata í gær, ræddi Katrín Einslega við Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar. Katrín gæti tekið upp viðræður við Framsóknarmenn um að koma inn í fimm flokka samstarf en til að þeir flokkar hefðu meirihluta yrði Björt framtíð að kljúfa sig frá Viðreisn. Þá gæti Katrín rætt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en hann og Vinstri græn hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einn til lágmarks meirihluta. Þar gæti Samfylkingin komið inn með sína þrjá. „Það er algerlega ótímabært að svara því. Við þyrftum að sjá með hvaða poka slík stjórn ætlaði að leggja upp í ferðalag,“ segir Logi. Þrátt fyrir minna svigrúm ríkissjóðs til útgjalda í innviði eins og heilbrigðis- og menntakerfið, sem komið hafi í ljós í gögnum frá stjórnarráðinu í viðræðunum, beri flokkunum skylda til að standa við loforð í þeim efnum. „Ef það kemur í ljós að svigrúmið er minna þýðir ekki að menn leggist undir sæng og hætti að gera nokkuð. Þá þurfum við bara að leggja enn meira á okkur til að vinna þjóðinni gagn. Á hinn bóginn fannst mér sérkennilegt eftir viku samtal Viðreisnar við Sjálfstæðisflokk að þeir skyldu ekki vera búin að átta sig á þessu, segir Logi og bætir við: „Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi Einarsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira