Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:33 "Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira