LeBron skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar í frekar naumum sigri Cleveland.
Kyrie Irving skoraði 39 stig sem er hans besta á þessari leiktíð.
Anthony Davis skorai 36 stig og tók 13 fráköst fyrir New Orleans gegn Dallas en það dugði ekki til þar sem Pelíkanarnir töpuðu samt með tíu stiga mun.
James Harden hefur verið að spila frábærlega fyrir Houston í vetur og hann var með tvennu sjöunda leikinn í röð er Houston pakkaði Portland saman, 130-114.
LA Lakers er að standa sig mun betur en í fyrra en liðið er 9-9 eftir öruggan sigur á Atlanta í nótt.
Úrslit:
Philadelphia-Cleveland 108-112
Phoenix-Denver 114-120
Brooklyn-Sacramento 105-122
Orlando-Milwaukee 96-104
Indiana-LA Clippers 91-70
Dallas-New Orleans 91-81
Portland-Houston 114-130
LA Lakers-Atlanta 109-94
Staðan í NBA-deildinni.