Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2016 10:30 Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið: Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið:
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira