Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2016 16:45 Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra. vísir/daníel Birgir Sverrisson, verkefnastjóri hjá lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir alveg á hreinu að lyfjaprófun sem framkvæmt er af eftirlitinu sé alfarið á forsendum ÍSÍ. Hinrik Ingi Óskarsson var sviptur Íslandsmeistaratign sinni í íþróttinni í gær sökum þess að hann neitaði að gangast undir lyfjapróf. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi þar sem fram kom að Hinrik hótaði starfsmönnum lyfjaeftirlitsins í búningsklefa í Digranesi að mótinu loknu. Hinrik þvertekur í viðtali við Vísi að hafa haft í neinum hótunum við viðkomandi starfsmenn. Hann hafi brugðist svo við vegna þess að honum sé ljóst að Crossfitsamband Íslands hafi leitt hann í gildru. Hann hafi verið grátbeðinn um að keppa og svo sigtaður út í lyfjapróf. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir,“ sagði Hinrik í samtali við Vísi. Birgir Sverrisson segir öll lyfjapróf sem ÍSÍ framkvæmi fyrir þriðja aðila, eins og Crossfitsamband Íslands, fari alfarið fram á forsendum ÍSÍ. Þrálátur orðrómur sem átti að slá á Crossfitsamband Íslands tilheyrir ekki ÍSÍ. Vegna þráláts orðróms um steranotkun í hreyfingunni var ákveðið fyrir um tveimur árum að leita eftir samstarfi við lyfjaeftirlit ÍSÍ varðandi framkvæmd lyfjaprófa. Hið fyrsta var framkvæmt nú um helgina. Allir keppendur skrifuðu undir yfirlýsingu um að þeir væru meðvitaðir og samþykkir framkvæmd lyfjaprófa. Á sunnudaginn, að keppni lokinni, mættu svo starfsmenn lyfjaeftirlitsins á vettvang og boðuðu keppendur í fyrsta og öðru sæti í karlaflokki í lyfjapróf. „Þegar við gerum samkomulag við þriðja aðila um að prófa þá er það algjörlega á okkar forsendum,“ segir Birgir Sverrisson hjá lyfjaeftirlitinu í samtali við Vísi. Þannig kæmi aldrei til greina að starfsmenn sambandsins mættu á mót þar sem fyrir lægi að lyfjaprófun færi fram. Hinrik Ingi Óskarsson.mynd/hinrik ingi Tveggja ára bann „Það gengur ekki upp,“ segir Birgir. Lykilþáttur við lyfjaeftirlit snúist einmitt um að lyfjaprófun geti farið fram hvar sem er, hvenær sem er og hver sem er geti verið prófaður. Svo bagalega fór hins vegar að fyrstu tveir iðkendurnir í CrossFit sem voru beðnir um að gangast undir lyfjapróf neituðu því. CrossFit-samband Íslands brást við um leið og voru Hinrik og Bergur Sverrisson, sem hafnaði í öðru sæti, settir í tveggja ára bann í gærkvöldi.Sjá einnig:Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á ÍslandiBirgir segir þrjár aðferðir notaðar þegar komi að því að framkvæma lyfjaprófun. Einstaklingar séu valdir af handahófi, einstaklingar eru sigtaðir úr eða ákveðið sé að prófa ákveðin sæti sem eru þá yfirleitt verðlaunasæti. Birgir vill ekki tjá sig um einstök atvik en samkvæmt heimildum Vísis var ákveðið að prófa efstu tvö sætin í karlaflokki á mótinu um helgina. Sú ákvörðun var ekki tekin fyrr en skömmu áður en keppni lauk. Frá keppni í Crossfit í Digranesi í fyrra.Vísir/DaníelHeldur til Dúbaí í næsta CrossFit-mótSamkvæmt heimildum Vísis upplifðu starfsmenn lyfjaeftirlitsins hótanir í sinn garð. Hinrik þvertekur fyrir það en samkvæmt heimildum Vísis minnti hann starfsmennina á að hann væri sterkari en þeir og gæti „buffað“ þá. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Birgir segist ekki geta tjáð sig um samskipti lyfjaeftirlits við keppendur í lyfjaprófum. Hann hafi ekki verið á staðnum og sé bundinn trúnaði.„Við tökum því að sjálfsögðu alvarlega ef starfsfólki okkar er ógnað. Það þarf að bregðast við því.“Hinrik Ingi lætur engan bilbug á sér finna og ætlar að keppa í Crossfit í Dúbaí um mánaðarmótin ásamt nokkrum af fremstu CrossFit-urum landsins. Hann þvertekur fyrir að nota stera og segist tilbúinn að gangast undir lyfjapróf á næstunni. Það er hins vegar ekki í boði.„Íþróttamönnun ber að gangast undir lyfjaeftirlit þegar þeir eru boðaðir í slíkt, en ekki þegar þeim hentar,“ segir Birgir um hvort annað lyfjarpróf sé í boði.„Aldrei séð stera í CrossFit“Nokkur umræða var um steranotkun í CrossFit fyrir einu og hálfu ári eftir að handboltamaður féll á lyfjaprófi. Bar hann því við að hann hefði fengið sopa af einhverju hjá vini sínum í CrossFit en þar væri meirihluti iðkenda að nota árangursbætandi efna. CrossFit-urum blöskraði ummælin og Evert Víglundsson, yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík, sagði í viðtali í Íslandi í dag að hann hefði ekki einu sinni séð stera. Hinrik Ingi er einmitt iðkandi hjá CrossFit Reykjavík en er nú kominn í tveggja ára bann frá æfingum hjá félaginu.Viðtalið við Evert má sjá hér að neðan. CrossFit Tengdar fréttir Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Birgir Sverrisson, verkefnastjóri hjá lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir alveg á hreinu að lyfjaprófun sem framkvæmt er af eftirlitinu sé alfarið á forsendum ÍSÍ. Hinrik Ingi Óskarsson var sviptur Íslandsmeistaratign sinni í íþróttinni í gær sökum þess að hann neitaði að gangast undir lyfjapróf. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi þar sem fram kom að Hinrik hótaði starfsmönnum lyfjaeftirlitsins í búningsklefa í Digranesi að mótinu loknu. Hinrik þvertekur í viðtali við Vísi að hafa haft í neinum hótunum við viðkomandi starfsmenn. Hann hafi brugðist svo við vegna þess að honum sé ljóst að Crossfitsamband Íslands hafi leitt hann í gildru. Hann hafi verið grátbeðinn um að keppa og svo sigtaður út í lyfjapróf. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir,“ sagði Hinrik í samtali við Vísi. Birgir Sverrisson segir öll lyfjapróf sem ÍSÍ framkvæmi fyrir þriðja aðila, eins og Crossfitsamband Íslands, fari alfarið fram á forsendum ÍSÍ. Þrálátur orðrómur sem átti að slá á Crossfitsamband Íslands tilheyrir ekki ÍSÍ. Vegna þráláts orðróms um steranotkun í hreyfingunni var ákveðið fyrir um tveimur árum að leita eftir samstarfi við lyfjaeftirlit ÍSÍ varðandi framkvæmd lyfjaprófa. Hið fyrsta var framkvæmt nú um helgina. Allir keppendur skrifuðu undir yfirlýsingu um að þeir væru meðvitaðir og samþykkir framkvæmd lyfjaprófa. Á sunnudaginn, að keppni lokinni, mættu svo starfsmenn lyfjaeftirlitsins á vettvang og boðuðu keppendur í fyrsta og öðru sæti í karlaflokki í lyfjapróf. „Þegar við gerum samkomulag við þriðja aðila um að prófa þá er það algjörlega á okkar forsendum,“ segir Birgir Sverrisson hjá lyfjaeftirlitinu í samtali við Vísi. Þannig kæmi aldrei til greina að starfsmenn sambandsins mættu á mót þar sem fyrir lægi að lyfjaprófun færi fram. Hinrik Ingi Óskarsson.mynd/hinrik ingi Tveggja ára bann „Það gengur ekki upp,“ segir Birgir. Lykilþáttur við lyfjaeftirlit snúist einmitt um að lyfjaprófun geti farið fram hvar sem er, hvenær sem er og hver sem er geti verið prófaður. Svo bagalega fór hins vegar að fyrstu tveir iðkendurnir í CrossFit sem voru beðnir um að gangast undir lyfjapróf neituðu því. CrossFit-samband Íslands brást við um leið og voru Hinrik og Bergur Sverrisson, sem hafnaði í öðru sæti, settir í tveggja ára bann í gærkvöldi.Sjá einnig:Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á ÍslandiBirgir segir þrjár aðferðir notaðar þegar komi að því að framkvæma lyfjaprófun. Einstaklingar séu valdir af handahófi, einstaklingar eru sigtaðir úr eða ákveðið sé að prófa ákveðin sæti sem eru þá yfirleitt verðlaunasæti. Birgir vill ekki tjá sig um einstök atvik en samkvæmt heimildum Vísis var ákveðið að prófa efstu tvö sætin í karlaflokki á mótinu um helgina. Sú ákvörðun var ekki tekin fyrr en skömmu áður en keppni lauk. Frá keppni í Crossfit í Digranesi í fyrra.Vísir/DaníelHeldur til Dúbaí í næsta CrossFit-mótSamkvæmt heimildum Vísis upplifðu starfsmenn lyfjaeftirlitsins hótanir í sinn garð. Hinrik þvertekur fyrir það en samkvæmt heimildum Vísis minnti hann starfsmennina á að hann væri sterkari en þeir og gæti „buffað“ þá. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Birgir segist ekki geta tjáð sig um samskipti lyfjaeftirlits við keppendur í lyfjaprófum. Hann hafi ekki verið á staðnum og sé bundinn trúnaði.„Við tökum því að sjálfsögðu alvarlega ef starfsfólki okkar er ógnað. Það þarf að bregðast við því.“Hinrik Ingi lætur engan bilbug á sér finna og ætlar að keppa í Crossfit í Dúbaí um mánaðarmótin ásamt nokkrum af fremstu CrossFit-urum landsins. Hann þvertekur fyrir að nota stera og segist tilbúinn að gangast undir lyfjapróf á næstunni. Það er hins vegar ekki í boði.„Íþróttamönnun ber að gangast undir lyfjaeftirlit þegar þeir eru boðaðir í slíkt, en ekki þegar þeim hentar,“ segir Birgir um hvort annað lyfjarpróf sé í boði.„Aldrei séð stera í CrossFit“Nokkur umræða var um steranotkun í CrossFit fyrir einu og hálfu ári eftir að handboltamaður féll á lyfjaprófi. Bar hann því við að hann hefði fengið sopa af einhverju hjá vini sínum í CrossFit en þar væri meirihluti iðkenda að nota árangursbætandi efna. CrossFit-urum blöskraði ummælin og Evert Víglundsson, yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík, sagði í viðtali í Íslandi í dag að hann hefði ekki einu sinni séð stera. Hinrik Ingi er einmitt iðkandi hjá CrossFit Reykjavík en er nú kominn í tveggja ára bann frá æfingum hjá félaginu.Viðtalið við Evert má sjá hér að neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01
Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46