Leikjavísir

GameTíví spilar: Final Fantasy XV

Samúel Karl Ólason skrifar
Í nýjasta innslagi GameTíví spilar Óli Jóels fyrstu fimmtán mínúturnar úr fimmtánda leik Final Fantasy seríunnar. Beðið hefur verið eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu en hann var í um tíu ár í framleiðslu. Leikurinn er svokallaður Open World, en hann fer mjög rólega af stað og þurfa söguhetjur hans að byrja á því að ýta bíl um nokkuð skeið.

Hann hefur spilað nokkra leiki í seríunni áður og segist mjög spenntur fyrir þessum nýjasta.

FF XV fjallar um prinsinn Noctis á plánetunni Eos þar sem hann er svikinn, faðir hans er myrtur og annar kóngur tekur völdin í konungsríkinu. Prinsinn þarf því að safna bandamönnum og vopnum til þess að ná völdum aftur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.