Íslenska liðsheildin sterkari en hjá Króatíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 09:00 Þrátt fyrir að Króatar eigi frábæra leikmenn er íslenska liðsheildin sterkari. Þetta segir Króatinn Luka Kostic sem hefur búið hér á landi í 30 ár og bæði spilað og þjálfað í efstu deildum Íslandsmótsins. Luka spilaði lengi í Króatíu áður en hann kom hingað til lands og varð meðal annars Íslandsmeistari með ÍA en hann fylgist vel með króatíska landsliðinu sem strákarnir okkar mæta í fjórðu leikviku undankeppni HM2018.Sjá einnig:Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Króatíska liðið er virkilega gott en það hefur aðeins tapað einum leik af ellefu á árinu. Það var gegn Portúgal í átta liða úrslitum EM í Frakklandi en Portúgal stóð síðar uppi sem Evrópumeistari. „Við erum ekkert að fara til Króatíu til neins annars en að vinna leikinn,“ segir Luka sem þjálfaði síðast Hauka með frábærum árangri í Inkasso-deildinni en hefur nú tekið við starfi yfirþjálfara Víkings. „Við erum með frábæran hóp á frábærum aldri. Strákarnir okkar gætu ekki verið á betri fótboltaaldri. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og þá finnst mér Heimir vera að taka skref fram á við með liðið eins og sást með góðu flæði í sókninni á móti Tyrklandi.“Gylfi Þór Sigurðsson situr á hækjum sér, svekktur eftir sigur Króata í nóvember 2013.vísir/gettySama uppskriftin Í annað sinn í undankeppninni spilar íslenska liðið fyrir tómum velli en engir áhorfendur verða á Maksimir-vellinum í Zagreb á laugardaginn. Hefur þetta áhrif á króatíska liðið? „Þessir menn eru atvinnumenn. Þetta hefur held ég ekki mikil áhrif. Hópurinn er mjög hæfileikaríkur með góða einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem geta unnið leikina. Ég held að þetta hafi engin áhrif, nei,“ segir Luka. Ísland tapaði, 2-0, þegar liðið mætti síðast til Zagreb en það var leikurinn frægi í umspili um sæti á HM 2014 sem sat lengi í strákunum okkar. Eiga þeir möguleika að þessu sinni? „Ég held að við séum töluvert sterkari sem lið. Okkar árangur byggist á liðsheildinni en hjá Króötum byggist þetta á einstaklingsframtaki,“ segir Luka. „Þetta verður erfiðasti leikurinn hingað til. Við verðum að vera þéttari, ákveðnari og leggja okkur meira fram en í hinum leikjum. Þetta þarf bara að vera sama uppskriftin og hefur verið,“ segir Luka Kostic. Fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15 Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00 Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00 Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00 Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Sjá meira
Þrátt fyrir að Króatar eigi frábæra leikmenn er íslenska liðsheildin sterkari. Þetta segir Króatinn Luka Kostic sem hefur búið hér á landi í 30 ár og bæði spilað og þjálfað í efstu deildum Íslandsmótsins. Luka spilaði lengi í Króatíu áður en hann kom hingað til lands og varð meðal annars Íslandsmeistari með ÍA en hann fylgist vel með króatíska landsliðinu sem strákarnir okkar mæta í fjórðu leikviku undankeppni HM2018.Sjá einnig:Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Króatíska liðið er virkilega gott en það hefur aðeins tapað einum leik af ellefu á árinu. Það var gegn Portúgal í átta liða úrslitum EM í Frakklandi en Portúgal stóð síðar uppi sem Evrópumeistari. „Við erum ekkert að fara til Króatíu til neins annars en að vinna leikinn,“ segir Luka sem þjálfaði síðast Hauka með frábærum árangri í Inkasso-deildinni en hefur nú tekið við starfi yfirþjálfara Víkings. „Við erum með frábæran hóp á frábærum aldri. Strákarnir okkar gætu ekki verið á betri fótboltaaldri. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og þá finnst mér Heimir vera að taka skref fram á við með liðið eins og sást með góðu flæði í sókninni á móti Tyrklandi.“Gylfi Þór Sigurðsson situr á hækjum sér, svekktur eftir sigur Króata í nóvember 2013.vísir/gettySama uppskriftin Í annað sinn í undankeppninni spilar íslenska liðið fyrir tómum velli en engir áhorfendur verða á Maksimir-vellinum í Zagreb á laugardaginn. Hefur þetta áhrif á króatíska liðið? „Þessir menn eru atvinnumenn. Þetta hefur held ég ekki mikil áhrif. Hópurinn er mjög hæfileikaríkur með góða einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem geta unnið leikina. Ég held að þetta hafi engin áhrif, nei,“ segir Luka. Ísland tapaði, 2-0, þegar liðið mætti síðast til Zagreb en það var leikurinn frægi í umspili um sæti á HM 2014 sem sat lengi í strákunum okkar. Eiga þeir möguleika að þessu sinni? „Ég held að við séum töluvert sterkari sem lið. Okkar árangur byggist á liðsheildinni en hjá Króötum byggist þetta á einstaklingsframtaki,“ segir Luka. „Þetta verður erfiðasti leikurinn hingað til. Við verðum að vera þéttari, ákveðnari og leggja okkur meira fram en í hinum leikjum. Þetta þarf bara að vera sama uppskriftin og hefur verið,“ segir Luka Kostic. Fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15 Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00 Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00 Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00 Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Sjá meira
Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15
Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00
Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00
Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00
Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30