Íslenska liðsheildin sterkari en hjá Króatíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 09:00 Þrátt fyrir að Króatar eigi frábæra leikmenn er íslenska liðsheildin sterkari. Þetta segir Króatinn Luka Kostic sem hefur búið hér á landi í 30 ár og bæði spilað og þjálfað í efstu deildum Íslandsmótsins. Luka spilaði lengi í Króatíu áður en hann kom hingað til lands og varð meðal annars Íslandsmeistari með ÍA en hann fylgist vel með króatíska landsliðinu sem strákarnir okkar mæta í fjórðu leikviku undankeppni HM2018.Sjá einnig:Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Króatíska liðið er virkilega gott en það hefur aðeins tapað einum leik af ellefu á árinu. Það var gegn Portúgal í átta liða úrslitum EM í Frakklandi en Portúgal stóð síðar uppi sem Evrópumeistari. „Við erum ekkert að fara til Króatíu til neins annars en að vinna leikinn,“ segir Luka sem þjálfaði síðast Hauka með frábærum árangri í Inkasso-deildinni en hefur nú tekið við starfi yfirþjálfara Víkings. „Við erum með frábæran hóp á frábærum aldri. Strákarnir okkar gætu ekki verið á betri fótboltaaldri. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og þá finnst mér Heimir vera að taka skref fram á við með liðið eins og sást með góðu flæði í sókninni á móti Tyrklandi.“Gylfi Þór Sigurðsson situr á hækjum sér, svekktur eftir sigur Króata í nóvember 2013.vísir/gettySama uppskriftin Í annað sinn í undankeppninni spilar íslenska liðið fyrir tómum velli en engir áhorfendur verða á Maksimir-vellinum í Zagreb á laugardaginn. Hefur þetta áhrif á króatíska liðið? „Þessir menn eru atvinnumenn. Þetta hefur held ég ekki mikil áhrif. Hópurinn er mjög hæfileikaríkur með góða einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem geta unnið leikina. Ég held að þetta hafi engin áhrif, nei,“ segir Luka. Ísland tapaði, 2-0, þegar liðið mætti síðast til Zagreb en það var leikurinn frægi í umspili um sæti á HM 2014 sem sat lengi í strákunum okkar. Eiga þeir möguleika að þessu sinni? „Ég held að við séum töluvert sterkari sem lið. Okkar árangur byggist á liðsheildinni en hjá Króötum byggist þetta á einstaklingsframtaki,“ segir Luka. „Þetta verður erfiðasti leikurinn hingað til. Við verðum að vera þéttari, ákveðnari og leggja okkur meira fram en í hinum leikjum. Þetta þarf bara að vera sama uppskriftin og hefur verið,“ segir Luka Kostic. Fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15 Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00 Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00 Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00 Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Þrátt fyrir að Króatar eigi frábæra leikmenn er íslenska liðsheildin sterkari. Þetta segir Króatinn Luka Kostic sem hefur búið hér á landi í 30 ár og bæði spilað og þjálfað í efstu deildum Íslandsmótsins. Luka spilaði lengi í Króatíu áður en hann kom hingað til lands og varð meðal annars Íslandsmeistari með ÍA en hann fylgist vel með króatíska landsliðinu sem strákarnir okkar mæta í fjórðu leikviku undankeppni HM2018.Sjá einnig:Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Króatíska liðið er virkilega gott en það hefur aðeins tapað einum leik af ellefu á árinu. Það var gegn Portúgal í átta liða úrslitum EM í Frakklandi en Portúgal stóð síðar uppi sem Evrópumeistari. „Við erum ekkert að fara til Króatíu til neins annars en að vinna leikinn,“ segir Luka sem þjálfaði síðast Hauka með frábærum árangri í Inkasso-deildinni en hefur nú tekið við starfi yfirþjálfara Víkings. „Við erum með frábæran hóp á frábærum aldri. Strákarnir okkar gætu ekki verið á betri fótboltaaldri. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og þá finnst mér Heimir vera að taka skref fram á við með liðið eins og sást með góðu flæði í sókninni á móti Tyrklandi.“Gylfi Þór Sigurðsson situr á hækjum sér, svekktur eftir sigur Króata í nóvember 2013.vísir/gettySama uppskriftin Í annað sinn í undankeppninni spilar íslenska liðið fyrir tómum velli en engir áhorfendur verða á Maksimir-vellinum í Zagreb á laugardaginn. Hefur þetta áhrif á króatíska liðið? „Þessir menn eru atvinnumenn. Þetta hefur held ég ekki mikil áhrif. Hópurinn er mjög hæfileikaríkur með góða einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem geta unnið leikina. Ég held að þetta hafi engin áhrif, nei,“ segir Luka. Ísland tapaði, 2-0, þegar liðið mætti síðast til Zagreb en það var leikurinn frægi í umspili um sæti á HM 2014 sem sat lengi í strákunum okkar. Eiga þeir möguleika að þessu sinni? „Ég held að við séum töluvert sterkari sem lið. Okkar árangur byggist á liðsheildinni en hjá Króötum byggist þetta á einstaklingsframtaki,“ segir Luka. „Þetta verður erfiðasti leikurinn hingað til. Við verðum að vera þéttari, ákveðnari og leggja okkur meira fram en í hinum leikjum. Þetta þarf bara að vera sama uppskriftin og hefur verið,“ segir Luka Kostic. Fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15 Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00 Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00 Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00 Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15
Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00
Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00
Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00
Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30