„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 10:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir. Vísir „Ég hef bara gert formanni Sjálfstæðisflokks grein fyrir því að ég telji mjög ólíklegt að viðræður myndu skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi en í frétt Morgunblaðsins í dag er því haldið fram að Vinstri græn hafi hafnað því að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Katrín segir við Vísi að hún vilji ekki vitna frekar í tveggja manna tal þegar hún er spurð hvort þetta sé endanleg niðurstaða, að Vinstri græn hafni alfarið stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn.Bjarni Ben og Kata Jak er formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.visir/anton brink„Ég hef bara gert honum grein fyrir því að ég telji ólíklegt að þær skili árangri,“ segir Katrín. Bjarni sagði sjálfur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að það væri útséð um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Spurð hvert svarið yrði ef Bjarni Benediktsson myndi hringja í hana í dag og biðja hana um að mæta til fundar við sig um meirihlutasamstarf endurtekur Katrín að hún hafi gert Bjarna grein fyrir að hún telji ólíklegt að slíkar viðræður myndu skila árangri.En þú tekur upp símann ef Bjarni hringir í þig? „Já, já. Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni,“ svarar Katrín.Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að mikill þrýstingur hafi verið á Katrínu Jakobsdóttur innan Vinstri grænna að ræða ekki við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þrýstingurinn sé að sögn Morgunblaðsins frá ungliðahreyfingu flokksins og grasrót og hafi birst í hótunum um afsagnir úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Spurð út í þetta segir Katrín að það sé alveg kunnugt að fólk innan Vinstri grænna hafi ekki verið áhugasamt um samstarf, eins og áður hefur komið fram í máli Katrínar. „Ég hef ekki fengið neinar hótanir,“ segir Katrín. „Ég hef sagt það margoft að það er mjög langt á milli flokka og þess vegna tel ég ólíklegt að viðræður muni skila árangri. Það er staðan.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Ég hef bara gert formanni Sjálfstæðisflokks grein fyrir því að ég telji mjög ólíklegt að viðræður myndu skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi en í frétt Morgunblaðsins í dag er því haldið fram að Vinstri græn hafi hafnað því að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Katrín segir við Vísi að hún vilji ekki vitna frekar í tveggja manna tal þegar hún er spurð hvort þetta sé endanleg niðurstaða, að Vinstri græn hafni alfarið stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn.Bjarni Ben og Kata Jak er formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.visir/anton brink„Ég hef bara gert honum grein fyrir því að ég telji ólíklegt að þær skili árangri,“ segir Katrín. Bjarni sagði sjálfur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að það væri útséð um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Spurð hvert svarið yrði ef Bjarni Benediktsson myndi hringja í hana í dag og biðja hana um að mæta til fundar við sig um meirihlutasamstarf endurtekur Katrín að hún hafi gert Bjarna grein fyrir að hún telji ólíklegt að slíkar viðræður myndu skila árangri.En þú tekur upp símann ef Bjarni hringir í þig? „Já, já. Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni,“ svarar Katrín.Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að mikill þrýstingur hafi verið á Katrínu Jakobsdóttur innan Vinstri grænna að ræða ekki við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þrýstingurinn sé að sögn Morgunblaðsins frá ungliðahreyfingu flokksins og grasrót og hafi birst í hótunum um afsagnir úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Spurð út í þetta segir Katrín að það sé alveg kunnugt að fólk innan Vinstri grænna hafi ekki verið áhugasamt um samstarf, eins og áður hefur komið fram í máli Katrínar. „Ég hef ekki fengið neinar hótanir,“ segir Katrín. „Ég hef sagt það margoft að það er mjög langt á milli flokka og þess vegna tel ég ólíklegt að viðræður muni skila árangri. Það er staðan.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15
Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16
Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00