Jasmine var stödd á Íslandi í vikunni og stillti sér upp með pappaspjaldinu á sjálfsmyndum sem hún tók á þekktum ferðamannstöðum hér á landi, meðal annars við Jökulsárlón og Skógafoss.
Er hún mikill ferðalangur sem ferðast hefur víða um heiminn og taldi sig hafa fundið hinn eina sanna. Vinur hennar til margra ára hafði loksins játað ást sína á Jasmine og lofaði að ferðast með henni um heiminn. Viku áður en að þau ætluðu að leggja af stað lét hann sig hins vegar hverfa og hefur ekkert heyrst frá honum síðar.
Jasmine var eðlilega nokkuð pirruð á því en ákvað þó að láta svikin ekki á sig fá og ákvað að fara í ferðalagið sem þau höfðu bókað. Áfangastaðirnir eru Írland, Danmörk og Ísland en ferðalagið hófst fyrir fimm vikum.
Líkt og sjá má meðfylgjandi myndum hefur Jasmine komið víða við á Íslandi, ásamt pappaspjaldinu, og telja má víst að sjái maðurinn sem sveik hana um stefnumótið myndirnar verði hann nokkuð öfundssjúkur út í pappaspjaldið.
Fylgjast má með ferðalagi Jasmine á Instagram-síðu hennar.