Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson í Mosfellsbænum skrifar 13. nóvember 2016 17:45 Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. Ótrúlegar lokatölur í leik liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð. Liðið er nú bara fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem er enn á toppnum þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Varmá og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka gríðarlega miklir og leikurinn var aldrei spennandi. Heimamenn héldu í við gestina í upphafi leiks og þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Elvar Ásgeirsson muninn í 5-6. Þá settu Haukar í túrbógírinn, lokuðu vörninni og fengu aðeins á sig fjögur mörk á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleiks. Á meðan skoruðu þeir að vild gegn skelfilegri vörn Aftureldingar. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar og nú síðast datt skyttan öfluga, Birkir Benediktsson, út. Það var því viðbúið að sóknarleikur Mosfellinga yrði stirður. Þeir áttu samt að geta spilað betri vörn og lagt sig betur fram á þeim enda vallarins. Sú var ekki raunin. Þá var mikill munur á markvörslu liðanna. Það mæddi mikið á Elvari í sóknarleik Aftureldingar og hann átti afar erfitt uppdráttar; skotin fóru annað hvort í vörnina eða voru varin og tapaðir boltar voru full margir. Honum til vorkunnar fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum. Haukar léku við hvern sinn fingur og voru tólf mörkum yfir í hálfleik, 9-21, og því var seinni hálfleikurinn lítt spennandi. Þar dró enn í sundur með liðunum og Haukar unnu að lokum 18 marka sigur, 17-35. Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor. Þá var Giedrius Morkunas magnaður í markinu og varði 20 skot (61%). Elvar og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Aftureldingu.Einar Andri: Hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna í stórtapinu fyrir Haukum í dag. „Ég hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum. Við vorum skrefinu á eftir í vörn og sókn og kláruðum engar stöður einn á einn,“ sagði Einar eftir leik. Mosfellingar voru ólíkir sjálfum sér í leiknum og Einar Andri viðurkennir að hann hafi viljað sjá mun betri frammistöðu frá sínum mönnum. „Að sjálfsögðu vantaði baráttu og vilja, og orku og kraft til að gera þetta á fullum krafti. Bæði lið spiluðu á fimmtudaginn en við virtumst hafa minni kraft í dag,“ sagði Einar Andri. En hvaða áhrif heldur hann að þetta ljóta tap hafi á liðið hans? „Ég vonast til að menn þjappi sér saman. Við eigum stórleik gegn Fram á fimmtudaginn og ég ætlast til að menn verði klárir í hann,“ sagði Einar Andri sem segir óvíst hvenær hann endurheimtir þá mörgu lykilmenn sem eiga við meiðsli að stríða.Guðmundur Árni: Þetta er maraþon, ekki spretthlaup Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk í dag. Hann var að vonum sáttur með úrslitin og frammistöðu Hauka í leiknum. „Því miður fengu áhorfendur ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var einstefna frá byrjun til enda og við erum virkilega sáttir með þessi tvö stig,“ sagði Guðmundur. En hvað lagði grunninn að sigrinum að hans mati? „Við vorum mun agaðri en við höfum verið og við gáfum engin færi á okkur. Við erum orðnir betri í okkar spili á mörgum vígstöðvum.“ Haukar byrjuðu tímabilið afar illa en hafa verið á uppleið síðustu vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð. „Við héldum í okkar „konsept“. Við héldum áfram að vinna og höfum lagt mikið á okkur. Það er að skila sér og mun skila sér áfram. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup,“ sagði Guðmundur sem er með báða fætur á jörðinni. „Við ætlum ekkert að ofmetnast þótt við höfum unnið Aftureldingu með 18 mörkum. Það eru nokkrir meiddir hjá þeim á meðan við erum með alla heila. Við höldum bara áfram að vinna í okkar málum og stefnum að því að toppa í úrslitakeppninni.“Janus Daði Smárason var frábær í dag. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. Ótrúlegar lokatölur í leik liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð. Liðið er nú bara fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem er enn á toppnum þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Varmá og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka gríðarlega miklir og leikurinn var aldrei spennandi. Heimamenn héldu í við gestina í upphafi leiks og þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Elvar Ásgeirsson muninn í 5-6. Þá settu Haukar í túrbógírinn, lokuðu vörninni og fengu aðeins á sig fjögur mörk á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleiks. Á meðan skoruðu þeir að vild gegn skelfilegri vörn Aftureldingar. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar og nú síðast datt skyttan öfluga, Birkir Benediktsson, út. Það var því viðbúið að sóknarleikur Mosfellinga yrði stirður. Þeir áttu samt að geta spilað betri vörn og lagt sig betur fram á þeim enda vallarins. Sú var ekki raunin. Þá var mikill munur á markvörslu liðanna. Það mæddi mikið á Elvari í sóknarleik Aftureldingar og hann átti afar erfitt uppdráttar; skotin fóru annað hvort í vörnina eða voru varin og tapaðir boltar voru full margir. Honum til vorkunnar fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum. Haukar léku við hvern sinn fingur og voru tólf mörkum yfir í hálfleik, 9-21, og því var seinni hálfleikurinn lítt spennandi. Þar dró enn í sundur með liðunum og Haukar unnu að lokum 18 marka sigur, 17-35. Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor. Þá var Giedrius Morkunas magnaður í markinu og varði 20 skot (61%). Elvar og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Aftureldingu.Einar Andri: Hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna í stórtapinu fyrir Haukum í dag. „Ég hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum. Við vorum skrefinu á eftir í vörn og sókn og kláruðum engar stöður einn á einn,“ sagði Einar eftir leik. Mosfellingar voru ólíkir sjálfum sér í leiknum og Einar Andri viðurkennir að hann hafi viljað sjá mun betri frammistöðu frá sínum mönnum. „Að sjálfsögðu vantaði baráttu og vilja, og orku og kraft til að gera þetta á fullum krafti. Bæði lið spiluðu á fimmtudaginn en við virtumst hafa minni kraft í dag,“ sagði Einar Andri. En hvaða áhrif heldur hann að þetta ljóta tap hafi á liðið hans? „Ég vonast til að menn þjappi sér saman. Við eigum stórleik gegn Fram á fimmtudaginn og ég ætlast til að menn verði klárir í hann,“ sagði Einar Andri sem segir óvíst hvenær hann endurheimtir þá mörgu lykilmenn sem eiga við meiðsli að stríða.Guðmundur Árni: Þetta er maraþon, ekki spretthlaup Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk í dag. Hann var að vonum sáttur með úrslitin og frammistöðu Hauka í leiknum. „Því miður fengu áhorfendur ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var einstefna frá byrjun til enda og við erum virkilega sáttir með þessi tvö stig,“ sagði Guðmundur. En hvað lagði grunninn að sigrinum að hans mati? „Við vorum mun agaðri en við höfum verið og við gáfum engin færi á okkur. Við erum orðnir betri í okkar spili á mörgum vígstöðvum.“ Haukar byrjuðu tímabilið afar illa en hafa verið á uppleið síðustu vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð. „Við héldum í okkar „konsept“. Við héldum áfram að vinna og höfum lagt mikið á okkur. Það er að skila sér og mun skila sér áfram. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup,“ sagði Guðmundur sem er með báða fætur á jörðinni. „Við ætlum ekkert að ofmetnast þótt við höfum unnið Aftureldingu með 18 mörkum. Það eru nokkrir meiddir hjá þeim á meðan við erum með alla heila. Við höldum bara áfram að vinna í okkar málum og stefnum að því að toppa í úrslitakeppninni.“Janus Daði Smárason var frábær í dag. Vísir/Vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira