Evrópumálin verða send Alþingi til úrlausnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2016 20:27 Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38
Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39