Framhald viðræðna skýrist um helgina Þorgeir Helgason skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Sjálfstæðismanna fundaði í gær í Valhöll. Eftir fundinn fór Bjarni Benediktsson á fund forseta og tilkynnti um formlegar viðræður. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Við förum auðvitað í viðræðurnar því að við eygjum von á því að það sé einhver möguleiki að ræða málin og ná góðum umbótum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segist gera sér grein fyrir því að þetta séu ólíkir flokkar og að mörgu leyti ósamstæðir. „Það er alveg ljóst að fólk innan flokksins er mishrifið af því að við séum að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Óttarr. „Það er möguleiki á að við náum saman um stóru málefnin og vonandi gengur það sem allra best,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Hann segir stefnu Viðreisnar liggja ljósa fyrir þegar gengið er til viðræðnanna. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hefði viljað halda áfram ríkisstjórnarsetu og sé tilbúinn til þess komi það til greina. „Það er ekki komin niðurstaða enn og við skulum sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segjast frekar hefðu viljað sjá umbótastjórn myndaða af stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn. „Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að sameinast um grimma hægri stefnu, til dæmis þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri í velferðar- og menntamálum, og það er áhyggjuefni fyrir landsmenn,“ segir Katrín. Hún segir ljóst að annaðhvort munu Sjálfstæðisflokkurinn eða Björt framtíð og Viðreisn þurfa að gefa mikið eftir í stefnumálum sínum til þess þeir geti myndað ríkisstjórn. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni að strax eftir helgi kæmi í ljós hvort flokkarnir þrír eigi samleið í ríkisstjórnarsamstarfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Við förum auðvitað í viðræðurnar því að við eygjum von á því að það sé einhver möguleiki að ræða málin og ná góðum umbótum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segist gera sér grein fyrir því að þetta séu ólíkir flokkar og að mörgu leyti ósamstæðir. „Það er alveg ljóst að fólk innan flokksins er mishrifið af því að við séum að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Óttarr. „Það er möguleiki á að við náum saman um stóru málefnin og vonandi gengur það sem allra best,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Hann segir stefnu Viðreisnar liggja ljósa fyrir þegar gengið er til viðræðnanna. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hefði viljað halda áfram ríkisstjórnarsetu og sé tilbúinn til þess komi það til greina. „Það er ekki komin niðurstaða enn og við skulum sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segjast frekar hefðu viljað sjá umbótastjórn myndaða af stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn. „Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að sameinast um grimma hægri stefnu, til dæmis þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri í velferðar- og menntamálum, og það er áhyggjuefni fyrir landsmenn,“ segir Katrín. Hún segir ljóst að annaðhvort munu Sjálfstæðisflokkurinn eða Björt framtíð og Viðreisn þurfa að gefa mikið eftir í stefnumálum sínum til þess þeir geti myndað ríkisstjórn. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni að strax eftir helgi kæmi í ljós hvort flokkarnir þrír eigi samleið í ríkisstjórnarsamstarfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira