Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2016 08:26 Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Mynd/Karl Georg Karlsson. Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49
Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59