The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 13:45 Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. Vísir/Skjáskot Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Donalds Trump í þættinum Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Nú þegar ljóst er að höfundar þáttarinns höfðu rétt fyrir sér, brugðu þeir á það ráð að gangast við spádómnum í nýjasta þættinum, sem sýndur var vestanhafs í gær. Notuðu þeir upphafsatriðið fræga, þar sem Bart skrifar alltaf eitthvað á krítartöflu í byrjun hvers þáttar. Á töflunni í þætti gærkvöldsins stóð einfaldlega „það er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér.“ Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Sjá einnig: Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur TrumpÞetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016.The Simpsons updates its 2000 prediction of a Trump Presidency... #TheSimpsons pic.twitter.com/Myf5rYb9Dj— The Simpsons (@TheSimpsons) November 14, 2016 Donald Trump Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Emilia Pérez með flestar tilnefningar til Óskarsins Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Sjá meira
Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Donalds Trump í þættinum Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Nú þegar ljóst er að höfundar þáttarinns höfðu rétt fyrir sér, brugðu þeir á það ráð að gangast við spádómnum í nýjasta þættinum, sem sýndur var vestanhafs í gær. Notuðu þeir upphafsatriðið fræga, þar sem Bart skrifar alltaf eitthvað á krítartöflu í byrjun hvers þáttar. Á töflunni í þætti gærkvöldsins stóð einfaldlega „það er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér.“ Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Sjá einnig: Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur TrumpÞetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016.The Simpsons updates its 2000 prediction of a Trump Presidency... #TheSimpsons pic.twitter.com/Myf5rYb9Dj— The Simpsons (@TheSimpsons) November 14, 2016
Donald Trump Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Emilia Pérez með flestar tilnefningar til Óskarsins Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Sjá meira