Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 14:38 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur viðræðunum því verið slitið. Þetta staðfestir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, heldur á Bessastaði til fundar við forsetann klukkan 17.Formaður Viðreisnar, formaður Bjartar Framtíðar og þingmenn flokkanna hafa sagt í samtali við Vísi að viðræðurnar hafi fyrst og fremst strandað á umræðum um málefni tengd sjávarútvegi en Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ráðast í þær breytingar sem Björt framtíð og Viðreisn lögðu til. Þá segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið ásteytingarsteinn í viðræðunum. „Þetta stendur fyrst og fremst á þessum tveimur málum,“ segir Hanna Katrín á Facebook og formaður Bjartrar framtíðar tekur í sama streng. Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé.Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Vísi að fundur þeirra Óttars Proppé og Bjarna Benedikitssonar í hádeginu hafi staðið yfir í um 30 mínútur. Þá hafi í raun komið í ljós að ekki yrði lengra komist í viðræðum flokkanna. Sjá einnig: Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“Tvær vikur eru síðan að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust síðastliðinn föstudag og hafa staðið síðan þá, en hafa ekki borið árangur. Áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka. Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki komu að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent eftirfarandi tilkynningu á fjölmiðla, þar sem viðræðuslitin eru staðfest: Tilkynning frá SjálfstæðisflokknumBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðarFundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur viðræðunum því verið slitið. Þetta staðfestir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, heldur á Bessastaði til fundar við forsetann klukkan 17.Formaður Viðreisnar, formaður Bjartar Framtíðar og þingmenn flokkanna hafa sagt í samtali við Vísi að viðræðurnar hafi fyrst og fremst strandað á umræðum um málefni tengd sjávarútvegi en Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ráðast í þær breytingar sem Björt framtíð og Viðreisn lögðu til. Þá segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið ásteytingarsteinn í viðræðunum. „Þetta stendur fyrst og fremst á þessum tveimur málum,“ segir Hanna Katrín á Facebook og formaður Bjartrar framtíðar tekur í sama streng. Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé.Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Vísi að fundur þeirra Óttars Proppé og Bjarna Benedikitssonar í hádeginu hafi staðið yfir í um 30 mínútur. Þá hafi í raun komið í ljós að ekki yrði lengra komist í viðræðum flokkanna. Sjá einnig: Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“Tvær vikur eru síðan að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust síðastliðinn föstudag og hafa staðið síðan þá, en hafa ekki borið árangur. Áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka. Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki komu að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent eftirfarandi tilkynningu á fjölmiðla, þar sem viðræðuslitin eru staðfest: Tilkynning frá SjálfstæðisflokknumBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðarFundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59