Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 15:55 Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy. vísir/vilhelm Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að henni finnist eðlilegast að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili umboði sínu til stjórnarmyndunar og að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái umboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni sleit í dag stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, en tvær vikur eru síðan Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið. „Mér finnst liggja í hlutarins eðli að Bjarni skili umboðinu og að Katrín fái að spreyta sig. Nú er kominn 15. nóvember, Bjarni er búinn að vera með þetta umboð og hefur rætt við þá flokka sem hann telur sig geta náð saman við þannig að mér sýnist þetta nú vera fullreynt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi og bendir á að bæði Píratar og Vinstri græn hafi talað skýrt varðandi það að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá segir Birgitta að Píratar hafi aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en þau buðust til þess að styðja við minnihlutastjórn þriggja flokka eftir að þau funduðu með forseta Íslands skömmu eftir kosningar. „Við höfum aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en bara buðum þetta til að leysa þann hnút sem Viðreisn setti fram. Við höfum aldrei útilokað að vera aðilar að ríkisstjórn og heldur vorum við bara að bjóða upp á leið til að þessi fyrrverandi Panama-ríkisstjórn kæmist ekki aftur til valda,“ segir Birgitta. Bjarni heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag en hvort hann skili þá stjórnarmyndunarumboðinu liggur ekki fyrir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Verið að bera konuna út Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að henni finnist eðlilegast að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili umboði sínu til stjórnarmyndunar og að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái umboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni sleit í dag stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, en tvær vikur eru síðan Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið. „Mér finnst liggja í hlutarins eðli að Bjarni skili umboðinu og að Katrín fái að spreyta sig. Nú er kominn 15. nóvember, Bjarni er búinn að vera með þetta umboð og hefur rætt við þá flokka sem hann telur sig geta náð saman við þannig að mér sýnist þetta nú vera fullreynt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi og bendir á að bæði Píratar og Vinstri græn hafi talað skýrt varðandi það að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá segir Birgitta að Píratar hafi aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en þau buðust til þess að styðja við minnihlutastjórn þriggja flokka eftir að þau funduðu með forseta Íslands skömmu eftir kosningar. „Við höfum aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en bara buðum þetta til að leysa þann hnút sem Viðreisn setti fram. Við höfum aldrei útilokað að vera aðilar að ríkisstjórn og heldur vorum við bara að bjóða upp á leið til að þessi fyrrverandi Panama-ríkisstjórn kæmist ekki aftur til valda,“ segir Birgitta. Bjarni heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag en hvort hann skili þá stjórnarmyndunarumboðinu liggur ekki fyrir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Verið að bera konuna út Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59