„Ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 19:47 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það alrangt að Björt framtíð og Viðreisn hefðu átt í viðræðum fyrir kosningar, líkt og Birgitta Jónsdóttir Pírati fullyrti í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ummæli Birgittu kjánaleg. „Hún [Birgitta] fór fram með þau ósannindi að við hefðum ekki verið heiðarleg hvað þennan Lækjarbrekkukvartett varðaði og sagði að við í Bjartri framtíð hefðum verið í bandalagi fyrir kosningar. Það er auðvitað alrangt og mér þykir þetta mjög leitt og óheppilegt,“ sagði Björt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð segir Björt þessi ummæli geta spillt fyrir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. „Ja... Það er ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara.“ Birgitta sagði á Rás 2 í gær að Björt framtíð hefði verið að ræða við Viðreisn á sama tíma og viðræður hefðu átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Lækjarbrekku skömmu fyrir kosningar, og að Björt framtíð hefði þannig brotið trúnað. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng og Björt, en að komi til þess að flokkarnir setjist við samningaborðið verði það málefnin sem ráði för. „Ég held að þau ráði för númer eitt, tvö og þrjú, en auðvitað er svolítið kjánalegt að hlusta á svona innistæðulausar fullyrðingar. Ég held að það hafi blasað við öllum sem fylgdust eitthvað með kosningabaráttunni að það neistaði aðeins á milli okkar og Bjartrar framtíðar,“ segir Þorsteinn.Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það alrangt að Björt framtíð og Viðreisn hefðu átt í viðræðum fyrir kosningar, líkt og Birgitta Jónsdóttir Pírati fullyrti í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ummæli Birgittu kjánaleg. „Hún [Birgitta] fór fram með þau ósannindi að við hefðum ekki verið heiðarleg hvað þennan Lækjarbrekkukvartett varðaði og sagði að við í Bjartri framtíð hefðum verið í bandalagi fyrir kosningar. Það er auðvitað alrangt og mér þykir þetta mjög leitt og óheppilegt,“ sagði Björt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð segir Björt þessi ummæli geta spillt fyrir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. „Ja... Það er ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara.“ Birgitta sagði á Rás 2 í gær að Björt framtíð hefði verið að ræða við Viðreisn á sama tíma og viðræður hefðu átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Lækjarbrekku skömmu fyrir kosningar, og að Björt framtíð hefði þannig brotið trúnað. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng og Björt, en að komi til þess að flokkarnir setjist við samningaborðið verði það málefnin sem ráði för. „Ég held að þau ráði för númer eitt, tvö og þrjú, en auðvitað er svolítið kjánalegt að hlusta á svona innistæðulausar fullyrðingar. Ég held að það hafi blasað við öllum sem fylgdust eitthvað með kosningabaráttunni að það neistaði aðeins á milli okkar og Bjartrar framtíðar,“ segir Þorsteinn.Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira