„Katrín hefur ýmsa möguleika í stöðunni“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 12:04 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það lykilatriði að traust ríki milli flokka svo að hægt sé að greina úr erfiðum málum. Vísir/Eyþór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það flókið verk að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hann segir lykilatriði að traust ríki milli flokka svo að hægt sé að greina úr erfiðum málum. Hann segir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Katrín fór á fund forseta í gær og hlaut umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. „Katrín hefur ýmsa möguleika í stöðunni. Ef að tekið er mið af því sem hún sagði bæði fyrir og eftir kosningar þá er nú líklegast að hún reyni að mynda stjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta þingi og hinum nýja flokki Viðreisn,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „En hún getur líka spilað þetta aðeins tough og haldið þeim möguleika opnum að bjóða Framsóknarflokknum að vera með og skipta þá honum út fyrir einhvern annan flokk. Það gefur henni sterkari stöðu en ella.“Er hún þá í betri stöðu en Bjarni var? „Það er nú erfitt að átta sig á því. Það verður alltaf flókið að mynda svona fimm flokka ríkisstjórn. Bjarni stóð líka frammi fyrir erfiðu verki. Það fer allt eftir því hversu viljugir þessir fimm flokkar eru að semja um sín mál.“Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé mættu til fundar við Katrínu Jakobsdóttur klukkan 11:30 í dag.Vísir/ErnirFlokkarnir ættu að geta náð saman Baldur telur að flokkarnir fimm, VG, Samfylking, Píratar, Björt framtíð og Viðreisn ættu að geta náð auðveldlega saman um hin ýmsu deilumál. „Það er held ég orðið nokkuð ljóst að bæði Viðreisn og Björt framtíð leggja mjög mikið kapp á að fá breytingu í sjávarútvegsmálum. Ég geri ráð fyrir að þau muni halda því til streitu. En ég held að flokkarnir geti náð auðveldlega saman um Evrópumálin. Þeir eigi líka að geta náð saman um einhverjar tilteknar breytingar í landbúnaðarmálum, þó að VG vilji ekki ganga jafn langt eins og Björt framtíð og Viðreisn,“ segir Baldur. „Ég held að þau geti líka náð saman bæði þegar kemur að menntamálum, heilbrigðismálum, húsnæðismálum og félagsmálum. Einfaldlega vegna þess að það eru bara svo miklir peningar í ríkiskassanum. Og þessir málaflokkar, ég held það séu allir sammála um það að þeir þurfi þetta fé.“Ekki líklegt að viðræðurnar strandi á velferðarmálum Hann telur ekki líklegt að viðræðurnar muni stranda á stefnumun flokkanna um rekstur í velferðarkerfi, en Viðreisn og Björt framtíð hafa bæði haldið þeim mögulega opnum að prófa fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisrekstri. „Það er vissulega heilmikill munur á stefnum flokkanna hvað varðar rekstur félagskerfisins og heilbrigðiskerfisins og kannski menntakerfisins líka. En ég geri nú ekki ráð fyrir að Viðreisn láti steyta á þessum málum. Það er ekki eitt af grundvallarprinsippum Viðreisnar ef ég skil stefnu þeirra rétt, einkarekstur í heilbrigðismálum og menntamálum. Þó að flokkurinn vilji hafa fjölbreytt rekstrarform. Þannig að ég á ekki von á að það strandi á þessu. Ég á ekki heldur von á að það strandi á skattamálum, að flokkarnir láti steyta á því. Það eru þá held sjávarútvegsmálin sem eru eftir, að menn nái lendingu í því.“ Baldur segir það jafnframt lykilatriði að traust ríki milli flokkanna, ætli þeir að eiga farsælt ríkisstjórnarsamstarf. „Það þarf líka að meta það hvort traust sé til staðar. Að það ríki það mikið traust á milli annars vegar forystumanna þessa flokka og hins vegar þingmannanna, að þeir treysti sér til að vinna saman til frambúðar og leysa úr erfiðum málum þegar þau koma upp. Það munu alltaf koma upp erfið mál í ríkisstjórnarsamstarfi sem þarf að taka á.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það flókið verk að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hann segir lykilatriði að traust ríki milli flokka svo að hægt sé að greina úr erfiðum málum. Hann segir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Katrín fór á fund forseta í gær og hlaut umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. „Katrín hefur ýmsa möguleika í stöðunni. Ef að tekið er mið af því sem hún sagði bæði fyrir og eftir kosningar þá er nú líklegast að hún reyni að mynda stjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta þingi og hinum nýja flokki Viðreisn,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „En hún getur líka spilað þetta aðeins tough og haldið þeim möguleika opnum að bjóða Framsóknarflokknum að vera með og skipta þá honum út fyrir einhvern annan flokk. Það gefur henni sterkari stöðu en ella.“Er hún þá í betri stöðu en Bjarni var? „Það er nú erfitt að átta sig á því. Það verður alltaf flókið að mynda svona fimm flokka ríkisstjórn. Bjarni stóð líka frammi fyrir erfiðu verki. Það fer allt eftir því hversu viljugir þessir fimm flokkar eru að semja um sín mál.“Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé mættu til fundar við Katrínu Jakobsdóttur klukkan 11:30 í dag.Vísir/ErnirFlokkarnir ættu að geta náð saman Baldur telur að flokkarnir fimm, VG, Samfylking, Píratar, Björt framtíð og Viðreisn ættu að geta náð auðveldlega saman um hin ýmsu deilumál. „Það er held ég orðið nokkuð ljóst að bæði Viðreisn og Björt framtíð leggja mjög mikið kapp á að fá breytingu í sjávarútvegsmálum. Ég geri ráð fyrir að þau muni halda því til streitu. En ég held að flokkarnir geti náð auðveldlega saman um Evrópumálin. Þeir eigi líka að geta náð saman um einhverjar tilteknar breytingar í landbúnaðarmálum, þó að VG vilji ekki ganga jafn langt eins og Björt framtíð og Viðreisn,“ segir Baldur. „Ég held að þau geti líka náð saman bæði þegar kemur að menntamálum, heilbrigðismálum, húsnæðismálum og félagsmálum. Einfaldlega vegna þess að það eru bara svo miklir peningar í ríkiskassanum. Og þessir málaflokkar, ég held það séu allir sammála um það að þeir þurfi þetta fé.“Ekki líklegt að viðræðurnar strandi á velferðarmálum Hann telur ekki líklegt að viðræðurnar muni stranda á stefnumun flokkanna um rekstur í velferðarkerfi, en Viðreisn og Björt framtíð hafa bæði haldið þeim mögulega opnum að prófa fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisrekstri. „Það er vissulega heilmikill munur á stefnum flokkanna hvað varðar rekstur félagskerfisins og heilbrigðiskerfisins og kannski menntakerfisins líka. En ég geri nú ekki ráð fyrir að Viðreisn láti steyta á þessum málum. Það er ekki eitt af grundvallarprinsippum Viðreisnar ef ég skil stefnu þeirra rétt, einkarekstur í heilbrigðismálum og menntamálum. Þó að flokkurinn vilji hafa fjölbreytt rekstrarform. Þannig að ég á ekki von á að það strandi á þessu. Ég á ekki heldur von á að það strandi á skattamálum, að flokkarnir láti steyta á því. Það eru þá held sjávarútvegsmálin sem eru eftir, að menn nái lendingu í því.“ Baldur segir það jafnframt lykilatriði að traust ríki milli flokkanna, ætli þeir að eiga farsælt ríkisstjórnarsamstarf. „Það þarf líka að meta það hvort traust sé til staðar. Að það ríki það mikið traust á milli annars vegar forystumanna þessa flokka og hins vegar þingmannanna, að þeir treysti sér til að vinna saman til frambúðar og leysa úr erfiðum málum þegar þau koma upp. Það munu alltaf koma upp erfið mál í ríkisstjórnarsamstarfi sem þarf að taka á.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00
Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27
Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48