Umhverfis hnöttinn á 48 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 06:30 Ólafía Þórunn í Abú Dabí. vísir/getty „Umhverfis hnöttinn á 80 dögum“ er fræg ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Íslandsmeistarinn í golfi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, mun takast það að fara kringum hnöttinn á innan við fimmtíu dögum þegar hún lendir næst í Bandaríkjunum eftir þrjá daga. „Þegar ég var að fljúga síðasta flugið til Íslands frá London þá var það nú ekki mikið mál,“ segir Ólafía Þórunn í léttum tón aðspurð um öll ferðlögin á síðustu vikum. Frá 4. október síðastliðnum hefur hún farið ellefu flug og eytt rúmlega sjötíu klukkutímum í háloftunum. Flugið frá London til Íslands var líka ekkert mikið í samanburði við öll hin flugin. Það lengsta var frá Orlando í Bandaríkjunum yfir til Sjanghaí í Kína. það tók hana rúma tuttugu tíma. „Það var svolítið mikið að fara til Kína beint eftir úrtökumótið,“ viðurkennir Ólafía Þórunn en hún fékk stuttan tíma til jafna sig eftir lengsta flugið. Hún átti líka eftir að fljúga í tíu tíma á milli Hong Kong og Abú Dabí og aðra tíu tíma frá Nýju-Delí á Indlandi til London. Ólafía þurfti að finna sér eitthvað að gera þessa endalausu klukkutíma í flugvélum. „Ég var svolítið að fylgjast með hver tíminn var í landinu sem ég var að ferðast til næst. Ég var um leið að sofa á réttum tíma í flugvélunum enda voru þetta löng flug og allt upp í 35 tíma ferðlög. Ég var alltaf með þá stefnu að reyna að koma mér inn á rétt tímabelti," segir Ólafía Þórunn. „Svo var líka gott afþreyingarkerfi í flugvélinni. Ég horfði á þrjár bíómyndir og las tvær bækur. Ég reyndi bara að finna mér eitthvað að gera eins og að fara yfir bókhaldið mitt sem er reyndar ekki það skemmtilegasta sem ég geri," segir Ólafía brosandi. Ólafía Þórunn hefur skrifað íslensku golfsöguna á þessum ótrúlegu vikum sínum í „hnattferðinni“ og getur haldið því áfram þegar hún keppir á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA atvinnumótaröðina. Ólafía Þórunn fékk nokkra daga hér heima á Íslandi til að safna orku og hitta fjölskylduna sína. Það var nauðsynlegt fyrirað anda að sér íslenska loftinu á ný. Heimsferð Ólafíu var líka söguleg vegna frammistöðu hennar. Hún varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær að tryggja sér keppnisrétt á bandarískri atvinnumótaröð en hún nældi í keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni um leið og hún komst inn á lokaúrtökumót LPGA. Symetra-mótaröðin er næststerkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafía hélt síðan áfram að skrifa söguna á mótinu Fatima Bint Mubarak á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí þar sem hún var í forystu eftir fyrstu tvo dagana. Það er langbesti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð til þessa á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólafía gaf reyndar aðeins eftir á síðustu tveimur hringunum en endaði í 26. sæti og tvöfaldaði verðlaunaféð sitt á árinu. En hverjar eru líkurnar á að hún komist inn á LPGA mótaröðina? „Þetta er fyrst og fremst andlega krefjandi og því þarf maður að vera andlega sterkur. Ég veit að ég þarf að vera stöðug og spila ótrúlega vel. Ef ég spila nokkuð vel og held mér sterkri í hausnum þá á ég alveg góða möguleika,“ segir Ólafía. Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með Ólafíu í þessu risastóra og sögulega verkefni sem er framundan. Mótið fer fram í lok nóvember og hún fer snemma út til Bandaríkjanna til að undirbúa sig sem best. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Umhverfis hnöttinn á 80 dögum“ er fræg ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Íslandsmeistarinn í golfi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, mun takast það að fara kringum hnöttinn á innan við fimmtíu dögum þegar hún lendir næst í Bandaríkjunum eftir þrjá daga. „Þegar ég var að fljúga síðasta flugið til Íslands frá London þá var það nú ekki mikið mál,“ segir Ólafía Þórunn í léttum tón aðspurð um öll ferðlögin á síðustu vikum. Frá 4. október síðastliðnum hefur hún farið ellefu flug og eytt rúmlega sjötíu klukkutímum í háloftunum. Flugið frá London til Íslands var líka ekkert mikið í samanburði við öll hin flugin. Það lengsta var frá Orlando í Bandaríkjunum yfir til Sjanghaí í Kína. það tók hana rúma tuttugu tíma. „Það var svolítið mikið að fara til Kína beint eftir úrtökumótið,“ viðurkennir Ólafía Þórunn en hún fékk stuttan tíma til jafna sig eftir lengsta flugið. Hún átti líka eftir að fljúga í tíu tíma á milli Hong Kong og Abú Dabí og aðra tíu tíma frá Nýju-Delí á Indlandi til London. Ólafía þurfti að finna sér eitthvað að gera þessa endalausu klukkutíma í flugvélum. „Ég var svolítið að fylgjast með hver tíminn var í landinu sem ég var að ferðast til næst. Ég var um leið að sofa á réttum tíma í flugvélunum enda voru þetta löng flug og allt upp í 35 tíma ferðlög. Ég var alltaf með þá stefnu að reyna að koma mér inn á rétt tímabelti," segir Ólafía Þórunn. „Svo var líka gott afþreyingarkerfi í flugvélinni. Ég horfði á þrjár bíómyndir og las tvær bækur. Ég reyndi bara að finna mér eitthvað að gera eins og að fara yfir bókhaldið mitt sem er reyndar ekki það skemmtilegasta sem ég geri," segir Ólafía brosandi. Ólafía Þórunn hefur skrifað íslensku golfsöguna á þessum ótrúlegu vikum sínum í „hnattferðinni“ og getur haldið því áfram þegar hún keppir á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA atvinnumótaröðina. Ólafía Þórunn fékk nokkra daga hér heima á Íslandi til að safna orku og hitta fjölskylduna sína. Það var nauðsynlegt fyrirað anda að sér íslenska loftinu á ný. Heimsferð Ólafíu var líka söguleg vegna frammistöðu hennar. Hún varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær að tryggja sér keppnisrétt á bandarískri atvinnumótaröð en hún nældi í keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni um leið og hún komst inn á lokaúrtökumót LPGA. Symetra-mótaröðin er næststerkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafía hélt síðan áfram að skrifa söguna á mótinu Fatima Bint Mubarak á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí þar sem hún var í forystu eftir fyrstu tvo dagana. Það er langbesti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð til þessa á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólafía gaf reyndar aðeins eftir á síðustu tveimur hringunum en endaði í 26. sæti og tvöfaldaði verðlaunaféð sitt á árinu. En hverjar eru líkurnar á að hún komist inn á LPGA mótaröðina? „Þetta er fyrst og fremst andlega krefjandi og því þarf maður að vera andlega sterkur. Ég veit að ég þarf að vera stöðug og spila ótrúlega vel. Ef ég spila nokkuð vel og held mér sterkri í hausnum þá á ég alveg góða möguleika,“ segir Ólafía. Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með Ólafíu í þessu risastóra og sögulega verkefni sem er framundan. Mótið fer fram í lok nóvember og hún fer snemma út til Bandaríkjanna til að undirbúa sig sem best.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira