Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2016 10:45 myndir/aðsendar Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. Annars vegar er það ósigraði þungavigtargarpurinn Kolbeinn Kristinsson (7-0) sem mun berjast í sínum áttunda atvinnubardaga og hins vegar hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir (0-0) sem þreytir frumraun sína í atvinnumannabardaga. Valgerður brýtur þar með blað í íslenskri íþróttasögu þar sem hún verður fyrsta íslenska konan sem berst sem atvinnumaður í hnefaleikum. Upprunalega stóð ekki til að Kolbeinn myndi berjast á þessu kvöldi en það var ekki fyrr í þessari viku að honum var boðinn bardaginn þar sem fyrri andstæðingurinn þurfti að draga sig úr leik sökum meiðsla. Kolbeinn hefur undanfarna daga dvalið á Álandseyjum í æfingabúðum og er því algjörlega tilbúinn í sinn bardaga þótt hann hafi komið upp með mjög skömmum fyrirvara. Andstæðingur Kolbeins er 31 árs gamall ósigraður Georgíumaður sem heitir Archil Gigolashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hefur unnið báða sína atvinnubardaga á stigum. Kolbeinn er talsvert hærra skrifaður innan hnefaleikaheimsins en hann og ætti samkvæmt tölfræðinni að bera sigur úr býtum. „Ég er ekkert að spá í tölfræðinni. Við erum báðir með tvær hendur og við getum báðir slegið fast. Ég undirbý mig alltaf eins andlega fyrir bardaga og það skiptir engu máli á móti hverjum ég er að fara. Ég ber virðingu fyrir öllum mönnum sem hafa kjark til að keppa í þessari íþrótt og ég veit einnig að það þarf bara eitt gott högg til að breyta gangi leiksins þess vegna vanmet ég engan, en ég ofmet engan heldur. Ég hef mikla trú á sjálfum mér, veit hvaða styrkleika ég hef og ég mun bara boxa minn bardaga. Það er sjö sinnum búið að skila því að höndin á mér var rétt upp að bardaga loknum og ég er ekki í nokkrum vafa um að að það mun gerast í áttunda sinn á morgun,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu. Valgerður, sem er 31 árs gömul, er liðsfélagi Kolbeins í hnefaleikafélaginu Æsi og hefur æft og keppt í hnefaleikum frá 2011. Hún hefur stefnt að því að verða atvinnumaður í íþróttinni um langt skeið og greip því tækifærið með báðum höndum þegar henni bauðst að berjast á þessu bardagakvöldi. Hún mætir hinni sænsku Angelique Hernandez (1-1) sem á tvo bardaga að baki, einn sigur og eitt tap. Valgerður segist hafa verið að undirbúa sig fyrir þennan bardaga ansi lengi og því sé hún full tilhlökkunar. „Ég er búinn að boxa ótal áhugamanna- og æfingabardaga. Við búum á Íslandi og hér eru atvinnuhnefaleikar ekki leyfðir, en hinsvegar tökum við bara þeim mun fastar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég sé rétt undirbúin fyrir bardagann á morgun. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta íslenska konan sem stígur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mikill uppgangur í hnefaleikum á Íslandi,“ segir Valgerður.Keppnin hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á hana í beinni útsendingu hér, gegn 99 sænskum krónum. Box Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. Annars vegar er það ósigraði þungavigtargarpurinn Kolbeinn Kristinsson (7-0) sem mun berjast í sínum áttunda atvinnubardaga og hins vegar hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir (0-0) sem þreytir frumraun sína í atvinnumannabardaga. Valgerður brýtur þar með blað í íslenskri íþróttasögu þar sem hún verður fyrsta íslenska konan sem berst sem atvinnumaður í hnefaleikum. Upprunalega stóð ekki til að Kolbeinn myndi berjast á þessu kvöldi en það var ekki fyrr í þessari viku að honum var boðinn bardaginn þar sem fyrri andstæðingurinn þurfti að draga sig úr leik sökum meiðsla. Kolbeinn hefur undanfarna daga dvalið á Álandseyjum í æfingabúðum og er því algjörlega tilbúinn í sinn bardaga þótt hann hafi komið upp með mjög skömmum fyrirvara. Andstæðingur Kolbeins er 31 árs gamall ósigraður Georgíumaður sem heitir Archil Gigolashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hefur unnið báða sína atvinnubardaga á stigum. Kolbeinn er talsvert hærra skrifaður innan hnefaleikaheimsins en hann og ætti samkvæmt tölfræðinni að bera sigur úr býtum. „Ég er ekkert að spá í tölfræðinni. Við erum báðir með tvær hendur og við getum báðir slegið fast. Ég undirbý mig alltaf eins andlega fyrir bardaga og það skiptir engu máli á móti hverjum ég er að fara. Ég ber virðingu fyrir öllum mönnum sem hafa kjark til að keppa í þessari íþrótt og ég veit einnig að það þarf bara eitt gott högg til að breyta gangi leiksins þess vegna vanmet ég engan, en ég ofmet engan heldur. Ég hef mikla trú á sjálfum mér, veit hvaða styrkleika ég hef og ég mun bara boxa minn bardaga. Það er sjö sinnum búið að skila því að höndin á mér var rétt upp að bardaga loknum og ég er ekki í nokkrum vafa um að að það mun gerast í áttunda sinn á morgun,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu. Valgerður, sem er 31 árs gömul, er liðsfélagi Kolbeins í hnefaleikafélaginu Æsi og hefur æft og keppt í hnefaleikum frá 2011. Hún hefur stefnt að því að verða atvinnumaður í íþróttinni um langt skeið og greip því tækifærið með báðum höndum þegar henni bauðst að berjast á þessu bardagakvöldi. Hún mætir hinni sænsku Angelique Hernandez (1-1) sem á tvo bardaga að baki, einn sigur og eitt tap. Valgerður segist hafa verið að undirbúa sig fyrir þennan bardaga ansi lengi og því sé hún full tilhlökkunar. „Ég er búinn að boxa ótal áhugamanna- og æfingabardaga. Við búum á Íslandi og hér eru atvinnuhnefaleikar ekki leyfðir, en hinsvegar tökum við bara þeim mun fastar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég sé rétt undirbúin fyrir bardagann á morgun. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta íslenska konan sem stígur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mikill uppgangur í hnefaleikum á Íslandi,“ segir Valgerður.Keppnin hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á hana í beinni útsendingu hér, gegn 99 sænskum krónum.
Box Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira