Samfylkingin fjarlægst tilgang sinn Snærós Sindradóttir skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Oddný Harðardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, báðar fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fráfarandi þingmaður flokksins, bauð sig fram á móti Árna Páli Árnasyni daginn fyrir formannskjör í fyrra en hann hafði betur með einu atkvæði. vísir/stefán Óformlegar umræður flokksmanna innan Samfylkingarinnar beinast meðal annars að því að sameinast Bjartri framtíð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en einnig að hugmyndir Magnúsar Orra Schram, sem hann lagði fram í aðdraganda formannskjörs í júní, um að leggja flokkinn niður og hefja samtal við aðra flokka um stofnun nýs jafnaðarmannaflokks, séu aftur á borðinu. Málið hefur ekki verið rætt í stjórn flokksins.Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, segir að fyrst og fremst sé um óformlegar þreifingar flokksmanna að ræða. „Að mínu viti hefur þessi umræða bara verið hluti af almennri umræðu um hvað gæti mögulega gerst. Að nú þurfi vinstrivængurinn að sameinast.“ Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur heyrt að hugmyndir um að stokka allt upp séu komnar aftur á kreik. „Það eru margir sem hafa verið að tala fyrir slíkum hugmyndum. Jafnaðarflokkurinn verður alltaf til, hvort sem hann heitir Samfylkingin eða eitthvað annað. Mér þykja að ýmsu leyti spennandi tímar fram undan og það getur margt gott komið út úr þessu.“Vísir/STÖÐ 2Oddný Harðardóttir sagði af sér formennsku í flokknum í gær til að axla ábyrgð eftir skelfilega útreið flokksins í kosningum á laugardag. Varaformaður flokksins og nýkjörinn þingmaður, Logi Már Einarsson, er tekinn við sem formaður. Hann hefur ekki heyrt að þessar hugmyndir séu á sveimi. „Ég mun með opnum hug hlusta á allar gagnrýnisraddir, allar hugmyndir, hvort sem þær eru uppbyggilegar eða ekki og fara svo bara með auðmýkt yfir þær í samstarfi við mína félaga. Það er ekki búið að ákveða neitt. Það eru þúsundir hugmynda sveimandi um himinhvolfið núna sem geta nýst okkur og við munum örugglega grípa þá sem okkur finnst skynsamlegust.“Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde á göngum Alþingis.Vandi Samfylkingarinnar er margþættur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir málið snúa að kjarna flokksins sem hafi týnst. „Þeir flokkar sem urðu að Samfylkingunni, sérstaklega Alþýðuflokkurinn, voru meðvitaðir um rót sína í verkalýðsbaráttunni. Inn í flokkinn koma svo fágaðri öfl, ef svo má að orði komast, fólk sem skilur ekki verkalýðsbaráttuna og þann uppruna. Þau fara að trúa því að sú barátta sé liðin tíð og það sé enginn verkalýður lengur. En þetta er alger misskilningur.“ Eiríkur segir þorra þjóðarinnar, alla almenna launþega sem lifa frá mánaðamótum til mánaðamóta, vera hinn íslenska verkalýð. „Samfylkingin hætti að tala við þetta fólk. Það fór að tala um lýðræðisumbætur, femínisma, umhverfisvernd og svona fínni blæbrigði stjórnmálanna. Allt fín málefni í sjálfu sér en rótin í Samfylkingunni er launabarátta. Barátta alþýðunnar fyrir sínum réttláta skerf í þjóðfélaginu. Í yfirstandandi kosningabaráttu heyrði ég ekki neitt sem minnti á þennan uppruna.“ Fylgi Samfylkingarinnar fór langt niður fyrir það sem talið var kjarnafylgi flokksins. „Fylgið fór meira að segja langt niður fyrir kjarnafylgi Alþýðuflokksins eins. Hvernig er hægt að fara niður fyrir kjarnafylgi? Jú, vegna þess að það er enginn kjarni lengur. Flokkurinn hefur yfirgefið grundvöll sinn,“ segir Eiríkur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný: Samfylkingin tekur ekki þátt í næstu ríkisstjórn "Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst.“ 31. október 2016 16:55 Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. 30. október 2016 00:01 Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Um ris en einkum þó fall Samfylkingarinnar. 31. október 2016 16:01 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Óformlegar umræður flokksmanna innan Samfylkingarinnar beinast meðal annars að því að sameinast Bjartri framtíð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en einnig að hugmyndir Magnúsar Orra Schram, sem hann lagði fram í aðdraganda formannskjörs í júní, um að leggja flokkinn niður og hefja samtal við aðra flokka um stofnun nýs jafnaðarmannaflokks, séu aftur á borðinu. Málið hefur ekki verið rætt í stjórn flokksins.Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, segir að fyrst og fremst sé um óformlegar þreifingar flokksmanna að ræða. „Að mínu viti hefur þessi umræða bara verið hluti af almennri umræðu um hvað gæti mögulega gerst. Að nú þurfi vinstrivængurinn að sameinast.“ Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur heyrt að hugmyndir um að stokka allt upp séu komnar aftur á kreik. „Það eru margir sem hafa verið að tala fyrir slíkum hugmyndum. Jafnaðarflokkurinn verður alltaf til, hvort sem hann heitir Samfylkingin eða eitthvað annað. Mér þykja að ýmsu leyti spennandi tímar fram undan og það getur margt gott komið út úr þessu.“Vísir/STÖÐ 2Oddný Harðardóttir sagði af sér formennsku í flokknum í gær til að axla ábyrgð eftir skelfilega útreið flokksins í kosningum á laugardag. Varaformaður flokksins og nýkjörinn þingmaður, Logi Már Einarsson, er tekinn við sem formaður. Hann hefur ekki heyrt að þessar hugmyndir séu á sveimi. „Ég mun með opnum hug hlusta á allar gagnrýnisraddir, allar hugmyndir, hvort sem þær eru uppbyggilegar eða ekki og fara svo bara með auðmýkt yfir þær í samstarfi við mína félaga. Það er ekki búið að ákveða neitt. Það eru þúsundir hugmynda sveimandi um himinhvolfið núna sem geta nýst okkur og við munum örugglega grípa þá sem okkur finnst skynsamlegust.“Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde á göngum Alþingis.Vandi Samfylkingarinnar er margþættur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir málið snúa að kjarna flokksins sem hafi týnst. „Þeir flokkar sem urðu að Samfylkingunni, sérstaklega Alþýðuflokkurinn, voru meðvitaðir um rót sína í verkalýðsbaráttunni. Inn í flokkinn koma svo fágaðri öfl, ef svo má að orði komast, fólk sem skilur ekki verkalýðsbaráttuna og þann uppruna. Þau fara að trúa því að sú barátta sé liðin tíð og það sé enginn verkalýður lengur. En þetta er alger misskilningur.“ Eiríkur segir þorra þjóðarinnar, alla almenna launþega sem lifa frá mánaðamótum til mánaðamóta, vera hinn íslenska verkalýð. „Samfylkingin hætti að tala við þetta fólk. Það fór að tala um lýðræðisumbætur, femínisma, umhverfisvernd og svona fínni blæbrigði stjórnmálanna. Allt fín málefni í sjálfu sér en rótin í Samfylkingunni er launabarátta. Barátta alþýðunnar fyrir sínum réttláta skerf í þjóðfélaginu. Í yfirstandandi kosningabaráttu heyrði ég ekki neitt sem minnti á þennan uppruna.“ Fylgi Samfylkingarinnar fór langt niður fyrir það sem talið var kjarnafylgi flokksins. „Fylgið fór meira að segja langt niður fyrir kjarnafylgi Alþýðuflokksins eins. Hvernig er hægt að fara niður fyrir kjarnafylgi? Jú, vegna þess að það er enginn kjarni lengur. Flokkurinn hefur yfirgefið grundvöll sinn,“ segir Eiríkur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný: Samfylkingin tekur ekki þátt í næstu ríkisstjórn "Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst.“ 31. október 2016 16:55 Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. 30. október 2016 00:01 Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Um ris en einkum þó fall Samfylkingarinnar. 31. október 2016 16:01 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Oddný: Samfylkingin tekur ekki þátt í næstu ríkisstjórn "Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst.“ 31. október 2016 16:55
Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. 30. október 2016 00:01
Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Um ris en einkum þó fall Samfylkingarinnar. 31. október 2016 16:01