Körfubolti

Nautin frá Chicago byrja veturinn vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wade og Butler fara yfir stöðuna í nótt.
Wade og Butler fara yfir stöðuna í nótt. vísir/getty
Chicago Bulls er búið að vinna alla þrjá leiki sína í NBA-deildinni og í nótt valtaði liðið yfir Brooklyn Nets, 118-88.

Jimmy Butler stigahæstur hjá Bulls með 22 stig og Nikola Miritic með 16.  Dwyane Wade skoraði 12. Þetta er í fyrsta sinn síðan leiktíðina 1996-97 sem Bulls nær að vinna fyrstu þrjá leiki sína. Þá var Michael Jordan enn að spila fyrir Bulls.

Phoenix steinlá gegn Clippers og er búið að tapa öllum sínum leikjum í vetur.

Clippers búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína í vetur rétt eins og Atlanta sem skellti Sacramento.

Úrslit:

Toronto-Denver  105-102

Brooklyn-Chicago  88-118

Atlanta-Sacramento  106-95

LA Clippers-Phoenix  116-98

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×