Körfubolti

Leikmenn Lakers þorðu ekki að gista á draugahóteli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimsfriður er alltaf í stuði.
Heimsfriður er alltaf í stuði. vísir/getty
Er Los Angeles Lakers fór til Oklahoma City þá var búið að bóka hótelherbergi fyrir liðið á hóteli sem er umtalað draugahótel.

Það var of mikið fyrir tvo leikmenn liðsins sem greiddu sjálfir fyrir herbergi á öðru hóteli. Þeir fengu að gista þar.

Þetta var þó ekki mikið vandamál fyrir Metta World Peace sem svaf á draugahótelinu og staðfesti að það hefði verið nóg af draugum þar.

„Draugarnir voru allt í kringum mig en ég sætti mig bara við það,“ sagði Heimsfriður léttur en hótelið umrædda heitir Skirvin Hotel.

„Þeir snertu mig út um allt. Ég hef ákveðið að lögsækja einn þeirra fyrir að snerta mig á röngum stöðum.“

Árið 2010 kvörtuðu leikmenn NY Knicks yfir draugagangi á þessu hóteli. Þeir sögðust ekki hafa sofið almennilega og því mætt illa upplagðir í leikinn og tapað.

Fleiri sögur eru til af þessu hóteli. Einn leikmaður Bulls sagði einu sinni að baðherbergishurðin hefði lokast þó svo enginn hefði verið nálægt. Leikmaður Phoenix vaknaði svo einu sinni um miðja nótt á hótelinu og þá var búið að renna í baðkarið hans. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×