Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 10:26 Þorsteinn Víglundsson er nýkjörinn þingmaður Viðreisnar Vísir/Eyþór Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag Kjararáðs. Hann telur að Kjararáð þurfi að rökstyðja betur hvers vegna laun þingmanna eru nú miðuð við launakjör dómara. Þá telur hann eðlilegt að þingið taki til umfjöllunar heildarendurskoðun á fyrirkomulagi kjararáðs. Þorsteinn var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sagði hann meðal annars að svo stórar hækkanir kjararáðs á kjörum einstakra hópa hafi aldrei farið vel í fólk. „Þetta er ekki nýtt með kjararáð þegar verið er að taka svona stökk á einstökum hópum með reglulegu millibili og það hefur aldrei farið vel í vinnumarkaðinn. Þetta er í raun og veru meingölluð vinnubrögð hjá ráðinu. Því eins og ég segi er kjararáð ekki eingöngu að taka ákvörðun um launakjör þjóðkjörinna fulltrúa heldur mjög stórs hóps ríkisstarfsmanna sem hafa ekki samningsrétt og viðmiðið í lögunum um kjararáð er einmitt að tryggja að þessir hópar njóti sambærilegrar launaþróunar og aðrir hópar á vinnumarkaði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir vanta gagnsæi í vinnubrögðum kjararáðs og þá sérstaklega varðandi tölfræði í kringum launaákvarðanir. „Það verður að vera mjög skýrt til þess að ákvarðanirnar séu þá allavega yfir vafa hafnar hvað þetta viðmið varðar. Það vantar alla launatölfræði í raun og veru og að hún sé aðgengileg á vef ráðsins. Svo það sé hægt að sjá hvernig eru einstakir hópar sem ráðið úrskurðar um að þróast í samanurði við launaþróun á vinnumarkaði almennt og sér í lagi launaþróun opinberra starfsmanna sem semji um kaup og kjör í kjarasamningum.“Mun beita sér fyrir breytingum á fyrirkomulagi Kjararáðs Aðspurður hvort hann muni sjálfur beita sér fyrir breytingum á fyrirkomulagi Kjararáðs á þingi segir Þorsteinn að búast megi við því. „Já það má alveg búast við því, mér finnst þetta meingallað fyrirkomulag og það hefur verið deilt um þetta árum saman, eða áratugum saman, því umræðan um úrskurði kjaradóms þar áður. Lög um kjararáð hafa gilt undanfarin tíu ár og þar áður var það kjaradómur. Þær voru þær sömu þá, það vakti yfirleitt mjög mikla reiði þegar þessar ákvarðanir komu og það verður að koma þessu í einhvern annan farveg sem að meiri sátt getur þá ríkt um.“ Þá tekur Þorsteinn jafnframt undir með verkalýðsleiðtogum um að þetta geti haft áhrif á samningagerð sem framundan er hjá ákveðnum hópum. „Þetta getur gert það og ég held að menn verði einmitt að fara yfir það mjög vandlega, sér í lagi hvað varðar þingmannslaunin, af hverju kjararáð er að taka svo stórt stökk með þau og hvort það sé þá ástæða til að bregðast við því.“ Hann segir að hægt sé að bregðast við ákvörðun kjararáðs ef vilji sé fyrir því. „Það væri eðlilegast að kjararáð sjálft rökstyddi betur hvað þar liggur að baki og hvers vegna þessi breyting er tekin upp nú. Það er ekkert óeðlilegt hins vegar að þingið taki þetta svo til umfjöllunar í tengslum við heildar endurskoðun á þessu fyrirkomulagi því ég held að það sé nauðsynlegt, því þetta fyrirkomulag sem nú er er algjörlega meingallað og þarfnast mikillar lagfæringar.“Ákvarðanirnar alltaf verið umdeildar Spurður um hvort að líklegt sé að menn afsali sér hækkununum að einhverju leyti segir hann að fyrsta skrefið sé að fara yfir löggjöfina, það gangi ekki að ákvarðanir séu svo stopular. Hann segir að hækkanir verði að vera jafnari svo þær veki ekki svo mikla reiði og gagnrýni. „Þegar ég bar saman launaþróun, síðast þegar þetta var til umræðu, þeirra hópa sem að kjararáð úrskurðar um þá blasti það einmitt við að þessir hópar, þingmenn, ráðherrar og forseti, og raunar þeir hópar opinberra starfsmanna sem þá var mest gagnrýni um, höfðu dregist töluvert aftur úr yfir lengra tímabil og kjararáð með einhverjum hætti að reyna að rétta kúrsinn þar. Það er bara aldrei mjög heppilegt þegar svo er. Þetta verður að fylgjast að jafnt og þétt svo þetta veki ekki svona mikla reiði og gagnrýni þegar að kjararáð ætlar síðan að laga hlut einstakra hópa sem það telur að hafi dregist aftur úr út frá þessu grunnviðmiði. Því auðvitað verður að vera svo, þegar þú ert með opinbera starfsmenn sem heyra undir kjararáð og hafa verið sviptir samningsrétti sínum þá verða þeir líka að geta treyst því að launaþróunin hjá þeim sé sambærileg við aðra sambærilega hópa á vinnumarkaði. Það sé þá bara horft sérstaklega til þessara tveggja grunnviðmiða laganna, annars vegar launavísitölu opinberra starfsmanna og launavísitölu almennt.“ Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag Kjararáðs. Hann telur að Kjararáð þurfi að rökstyðja betur hvers vegna laun þingmanna eru nú miðuð við launakjör dómara. Þá telur hann eðlilegt að þingið taki til umfjöllunar heildarendurskoðun á fyrirkomulagi kjararáðs. Þorsteinn var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sagði hann meðal annars að svo stórar hækkanir kjararáðs á kjörum einstakra hópa hafi aldrei farið vel í fólk. „Þetta er ekki nýtt með kjararáð þegar verið er að taka svona stökk á einstökum hópum með reglulegu millibili og það hefur aldrei farið vel í vinnumarkaðinn. Þetta er í raun og veru meingölluð vinnubrögð hjá ráðinu. Því eins og ég segi er kjararáð ekki eingöngu að taka ákvörðun um launakjör þjóðkjörinna fulltrúa heldur mjög stórs hóps ríkisstarfsmanna sem hafa ekki samningsrétt og viðmiðið í lögunum um kjararáð er einmitt að tryggja að þessir hópar njóti sambærilegrar launaþróunar og aðrir hópar á vinnumarkaði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir vanta gagnsæi í vinnubrögðum kjararáðs og þá sérstaklega varðandi tölfræði í kringum launaákvarðanir. „Það verður að vera mjög skýrt til þess að ákvarðanirnar séu þá allavega yfir vafa hafnar hvað þetta viðmið varðar. Það vantar alla launatölfræði í raun og veru og að hún sé aðgengileg á vef ráðsins. Svo það sé hægt að sjá hvernig eru einstakir hópar sem ráðið úrskurðar um að þróast í samanurði við launaþróun á vinnumarkaði almennt og sér í lagi launaþróun opinberra starfsmanna sem semji um kaup og kjör í kjarasamningum.“Mun beita sér fyrir breytingum á fyrirkomulagi Kjararáðs Aðspurður hvort hann muni sjálfur beita sér fyrir breytingum á fyrirkomulagi Kjararáðs á þingi segir Þorsteinn að búast megi við því. „Já það má alveg búast við því, mér finnst þetta meingallað fyrirkomulag og það hefur verið deilt um þetta árum saman, eða áratugum saman, því umræðan um úrskurði kjaradóms þar áður. Lög um kjararáð hafa gilt undanfarin tíu ár og þar áður var það kjaradómur. Þær voru þær sömu þá, það vakti yfirleitt mjög mikla reiði þegar þessar ákvarðanir komu og það verður að koma þessu í einhvern annan farveg sem að meiri sátt getur þá ríkt um.“ Þá tekur Þorsteinn jafnframt undir með verkalýðsleiðtogum um að þetta geti haft áhrif á samningagerð sem framundan er hjá ákveðnum hópum. „Þetta getur gert það og ég held að menn verði einmitt að fara yfir það mjög vandlega, sér í lagi hvað varðar þingmannslaunin, af hverju kjararáð er að taka svo stórt stökk með þau og hvort það sé þá ástæða til að bregðast við því.“ Hann segir að hægt sé að bregðast við ákvörðun kjararáðs ef vilji sé fyrir því. „Það væri eðlilegast að kjararáð sjálft rökstyddi betur hvað þar liggur að baki og hvers vegna þessi breyting er tekin upp nú. Það er ekkert óeðlilegt hins vegar að þingið taki þetta svo til umfjöllunar í tengslum við heildar endurskoðun á þessu fyrirkomulagi því ég held að það sé nauðsynlegt, því þetta fyrirkomulag sem nú er er algjörlega meingallað og þarfnast mikillar lagfæringar.“Ákvarðanirnar alltaf verið umdeildar Spurður um hvort að líklegt sé að menn afsali sér hækkununum að einhverju leyti segir hann að fyrsta skrefið sé að fara yfir löggjöfina, það gangi ekki að ákvarðanir séu svo stopular. Hann segir að hækkanir verði að vera jafnari svo þær veki ekki svo mikla reiði og gagnrýni. „Þegar ég bar saman launaþróun, síðast þegar þetta var til umræðu, þeirra hópa sem að kjararáð úrskurðar um þá blasti það einmitt við að þessir hópar, þingmenn, ráðherrar og forseti, og raunar þeir hópar opinberra starfsmanna sem þá var mest gagnrýni um, höfðu dregist töluvert aftur úr yfir lengra tímabil og kjararáð með einhverjum hætti að reyna að rétta kúrsinn þar. Það er bara aldrei mjög heppilegt þegar svo er. Þetta verður að fylgjast að jafnt og þétt svo þetta veki ekki svona mikla reiði og gagnrýni þegar að kjararáð ætlar síðan að laga hlut einstakra hópa sem það telur að hafi dregist aftur úr út frá þessu grunnviðmiði. Því auðvitað verður að vera svo, þegar þú ert með opinbera starfsmenn sem heyra undir kjararáð og hafa verið sviptir samningsrétti sínum þá verða þeir líka að geta treyst því að launaþróunin hjá þeim sé sambærileg við aðra sambærilega hópa á vinnumarkaði. Það sé þá bara horft sérstaklega til þessara tveggja grunnviðmiða laganna, annars vegar launavísitölu opinberra starfsmanna og launavísitölu almennt.“
Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38