Bréf Bjarna til flokksmanna: Tækifæri til myndunar þriggja flokka stjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2016 13:11 Bjarni ræðir við fjölmiðlafólk á Bessastöðum í gær. vísir/friðrik þór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson Kosningar 2016 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson
Kosningar 2016 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira