BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 13:46 Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. mynd/bsrb BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandalaginu. „Launahækkun kjörinna fulltrúa er í engu samræmi við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Í rammasamkomulaginu er ákvæði um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 sem koma átti í veg fyrir það höfrungahlaup sem einkennt hefur vinnumarkaðinn. Hækkanir kjararáðs fara langt út fyrir þann ramma,” segir í tilkynningunni. Að mati BSRB þarf að endurskoða lög um kjararáð til að auka gagnsæi í ákvörðunum ráðsins. Einnig þurfi að skilgreina betur hvaða stéttir eigi að miða við þegar ráðið ákvarðar laun og tryggja að launaþróun þeirra hópa sem heyri undir ráðið verði ekki leiðandi á launamarkaði. „Hækkanirnar ná ekki aðeins til þingmanna og forseta, heldur einnig til sveitarstjórnarmanna, þar sem laun þeirra miðast við þingfararkaup. Það er því fjölmennur hópur fólks sem hefur háar tekjur fyrir sem hækkar í launum vegna ákvörðunar kjararáðs. Með ákvörðuninni er verið að auka enn á ójöfnuð í landinu með því að hækka laun hátekjufólks um sem samsvarar vel rúmlega lágmarkslaunum í landinu. Það er augljóslega óásættanlegt. Það getur ekki verið verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Þar verða stjórnvöld einnig að taka ábyrgð. Sé einhver alvara með orðum stjórnmálamanna um að viðhalda hér efnahagslegum og félagslegum stöðugleika er ljóst að þessar hækkanir geta ekki staðið. Sé það vilji stjórnvalda að fara af þeirri braut sem hefur verið mörkuð er ljóst að launafólk mun sækja sambærilegar launahækkanir.” Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandalaginu. „Launahækkun kjörinna fulltrúa er í engu samræmi við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Í rammasamkomulaginu er ákvæði um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 sem koma átti í veg fyrir það höfrungahlaup sem einkennt hefur vinnumarkaðinn. Hækkanir kjararáðs fara langt út fyrir þann ramma,” segir í tilkynningunni. Að mati BSRB þarf að endurskoða lög um kjararáð til að auka gagnsæi í ákvörðunum ráðsins. Einnig þurfi að skilgreina betur hvaða stéttir eigi að miða við þegar ráðið ákvarðar laun og tryggja að launaþróun þeirra hópa sem heyri undir ráðið verði ekki leiðandi á launamarkaði. „Hækkanirnar ná ekki aðeins til þingmanna og forseta, heldur einnig til sveitarstjórnarmanna, þar sem laun þeirra miðast við þingfararkaup. Það er því fjölmennur hópur fólks sem hefur háar tekjur fyrir sem hækkar í launum vegna ákvörðunar kjararáðs. Með ákvörðuninni er verið að auka enn á ójöfnuð í landinu með því að hækka laun hátekjufólks um sem samsvarar vel rúmlega lágmarkslaunum í landinu. Það er augljóslega óásættanlegt. Það getur ekki verið verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Þar verða stjórnvöld einnig að taka ábyrgð. Sé einhver alvara með orðum stjórnmálamanna um að viðhalda hér efnahagslegum og félagslegum stöðugleika er ljóst að þessar hækkanir geta ekki staðið. Sé það vilji stjórnvalda að fara af þeirri braut sem hefur verið mörkuð er ljóst að launafólk mun sækja sambærilegar launahækkanir.”
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45