Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 14:10 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér í morgun. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. Ólafía Þórunn lék fyrstu átján holurnar á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hún spilaði á einu höggi betur en hin bandaríska Beth Allen. Það er hægt að sjá stöðuna hér. Það eru miklir peningar í boði á mótinu eða um 62 milljónir íslenskra króna. Ólafía Þórunn gæti unnið sér inn háa upphæð takist henni að halda sér á toppnum eða meðal efstu kvenna. Það eru hinsvegar þrír hringir eftir og því getur mikið gerst á þeim tíma. „Ég var eiginlega smá leið í dag þar sem að frænka mín sem mér þótti vænt um lést í gær. Hún passaði mig alltaf þegar ég var lítil þegar foreldrar mínir fóru erlendis í golfferðir. Ég var alltaf að hugsa um hana í dag. Það setur hlutina í samhengi þegar eitthvað svona gerist, það er svo margt sem er mikilvægara en golf. En ég segi að þessi hringur hafi verið henni til heiðurs,“ sagði Ólafía í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Kristinn Jósep bróðir minn var að reyna að hjálpa mér og hressa mig við í dag. Hann stóð sig mjög vel í dag, ég er mjög þakklát fyrir það. Ég var að gera allt vel í dag. Sló boltann nálægt holu og svo púttaði ég frábærlega. Ég er betur undirbúin fyrir þetta mót. Átti góðan æfingahring í fyrradag og svo frábæran æfingadag í gær, æfði vel og svo fór ég í keppnir við Oliviu vinkonu mína og reyndi að hafa gaman í leiðinni,“ sagði Ólafía við golf.is í morgun. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. Ólafía Þórunn lék fyrstu átján holurnar á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hún spilaði á einu höggi betur en hin bandaríska Beth Allen. Það er hægt að sjá stöðuna hér. Það eru miklir peningar í boði á mótinu eða um 62 milljónir íslenskra króna. Ólafía Þórunn gæti unnið sér inn háa upphæð takist henni að halda sér á toppnum eða meðal efstu kvenna. Það eru hinsvegar þrír hringir eftir og því getur mikið gerst á þeim tíma. „Ég var eiginlega smá leið í dag þar sem að frænka mín sem mér þótti vænt um lést í gær. Hún passaði mig alltaf þegar ég var lítil þegar foreldrar mínir fóru erlendis í golfferðir. Ég var alltaf að hugsa um hana í dag. Það setur hlutina í samhengi þegar eitthvað svona gerist, það er svo margt sem er mikilvægara en golf. En ég segi að þessi hringur hafi verið henni til heiðurs,“ sagði Ólafía í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Kristinn Jósep bróðir minn var að reyna að hjálpa mér og hressa mig við í dag. Hann stóð sig mjög vel í dag, ég er mjög þakklát fyrir það. Ég var að gera allt vel í dag. Sló boltann nálægt holu og svo púttaði ég frábærlega. Ég er betur undirbúin fyrir þetta mót. Átti góðan æfingahring í fyrradag og svo frábæran æfingadag í gær, æfði vel og svo fór ég í keppnir við Oliviu vinkonu mína og reyndi að hafa gaman í leiðinni,“ sagði Ólafía við golf.is í morgun.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira