Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 10:53 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05