Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 10:53 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05