Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 12:13 Katrín mætir í Ráðherrabústaðinn í morgun. vísir/anton brink Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. Hann stóð því í nærri tvo klukkutíma en rætt var við Katrínu í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar sagði hún að þau Bjarni hefðu farið yfir stöðuna og þá aðallega þau málefni sem flokkarnir væru ósammála um. Þá sagði Katrín jafnframt að ekkert hefði breyst í þeirri afstöðu sinni að hennar fyrsti kostur varðandi nýja ríkisstjórn væri að mynda stjórn til vinstri. Þá bauð Bjarni Katrínu ekki til stjórnarmyndunarviðræðna. Í samtali við Vísi segir Katrín að það hafi í raun ekkert komið út úr fundi þeirra Bjarna. „Við fórum bara yfir stóru línurnar í þeim málum þar sem þessa flokka hefur greint á og það var nógu af taka. Við skýrðum þessar línur betur fyrir hvort öðru og áttum rökræður um þær,“ segir Katrín. Hún segir að það hafi verið upphafleg sýn Vinstri grænna að mynda meirihlutastjórn til vinstri. „Það er alveg ljóst að sú staða hefur þrengst en það er kannski ekkert nýtt í stöðunni annars.“ Bjarni hittir fulltrúa Pírata núna klukkan 13 og klukkan 15 koma þeir saman á fund hans þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Seinastur til að mæta í Ráðherrabústaðinn er svo Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. Hann stóð því í nærri tvo klukkutíma en rætt var við Katrínu í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar sagði hún að þau Bjarni hefðu farið yfir stöðuna og þá aðallega þau málefni sem flokkarnir væru ósammála um. Þá sagði Katrín jafnframt að ekkert hefði breyst í þeirri afstöðu sinni að hennar fyrsti kostur varðandi nýja ríkisstjórn væri að mynda stjórn til vinstri. Þá bauð Bjarni Katrínu ekki til stjórnarmyndunarviðræðna. Í samtali við Vísi segir Katrín að það hafi í raun ekkert komið út úr fundi þeirra Bjarna. „Við fórum bara yfir stóru línurnar í þeim málum þar sem þessa flokka hefur greint á og það var nógu af taka. Við skýrðum þessar línur betur fyrir hvort öðru og áttum rökræður um þær,“ segir Katrín. Hún segir að það hafi verið upphafleg sýn Vinstri grænna að mynda meirihlutastjórn til vinstri. „Það er alveg ljóst að sú staða hefur þrengst en það er kannski ekkert nýtt í stöðunni annars.“ Bjarni hittir fulltrúa Pírata núna klukkan 13 og klukkan 15 koma þeir saman á fund hans þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Seinastur til að mæta í Ráðherrabústaðinn er svo Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05