Benedikt segir engan póker í gangi Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2016 10:13 Bjarni spurði Katrínu hvort það stæði og hún vildi ekki mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og staðfesti hún það. Og þar standa málin. visir/anton brink Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, furðar sig á því sem fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, þá það að viðruð hafi verið sú hugmynd á fundi hans, Óttarrs Proppé formanns Viðreisnar og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á miðvikudag að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar.Katrín staðfesti að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokki Þetta segja Viðreisnarmenn spuna og átta sig ekki alveg á því hvaðan hann kemur. „Ég spurði Katrínu hins vegar á fundinum hvort það stæði að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, hún staðfesti það og þá þurfti ekkert að ræða það frekar hvernig slík ríkisstjórn yrði skipuð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Ekkert rætt við Pírata Hann gerir einnig athugasemd við það þar sem segir að í framhaldinu hafi Benedikt hafi falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. „Það er alrangt. Ég hef einu sinni talað við fulltrúa Pírata. Birgitta Jónsdóttir hringdi í mig á mánudaginn. Og sagði mér frá þessari ákvörðun þeirra um að styðja minnihlutastjórn gegn ákveðnum skilyrðum. Það var bara það sem þau gerðu opinbert líka,“ segir Benedikt sem ekki hefur talað við Birgittu síðan þetta var. Né nokkurn Pírata ef því er að skipta. „Ég hef í mesta lagi boðið nokkrum þingmönnum Pírata góðan daginn með bros á vör.“Enginn í póker Benedikt hefur fylgst lengi með stjórnmálum en er nú skyndilega kominn í miðju hinnar pólitísku refskákar. Hann segir að sér lítist í sjálfu sér ágætlega á það. „Og ég verð að segja það að fram til þessa hefur enginn hinna pólitísku leiðtoga sagt neitt við fréttamenn sem þeir hafa ekki sagt við mig. Menn hafa ekki verið að spila póker. Ennþá, að minnsta kosti.“ Varðandi framhaldið þá segist Benedikt ekki vita annað en það sem fyrir liggur, þeir Óttarr fóru á fund Bjarna í gær. „Og sagði hann nákvæmlega það sem hann sagði við fréttamenn að hann ætlaði að taka sér helgina í að hugsa þetta. Það rímar allt saman. Svo er náttúrlega, hvað gerist síðan, þá kemur það bara í ljós. En ég veit ekkert meira.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, furðar sig á því sem fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, þá það að viðruð hafi verið sú hugmynd á fundi hans, Óttarrs Proppé formanns Viðreisnar og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á miðvikudag að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar.Katrín staðfesti að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokki Þetta segja Viðreisnarmenn spuna og átta sig ekki alveg á því hvaðan hann kemur. „Ég spurði Katrínu hins vegar á fundinum hvort það stæði að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, hún staðfesti það og þá þurfti ekkert að ræða það frekar hvernig slík ríkisstjórn yrði skipuð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Ekkert rætt við Pírata Hann gerir einnig athugasemd við það þar sem segir að í framhaldinu hafi Benedikt hafi falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. „Það er alrangt. Ég hef einu sinni talað við fulltrúa Pírata. Birgitta Jónsdóttir hringdi í mig á mánudaginn. Og sagði mér frá þessari ákvörðun þeirra um að styðja minnihlutastjórn gegn ákveðnum skilyrðum. Það var bara það sem þau gerðu opinbert líka,“ segir Benedikt sem ekki hefur talað við Birgittu síðan þetta var. Né nokkurn Pírata ef því er að skipta. „Ég hef í mesta lagi boðið nokkrum þingmönnum Pírata góðan daginn með bros á vör.“Enginn í póker Benedikt hefur fylgst lengi með stjórnmálum en er nú skyndilega kominn í miðju hinnar pólitísku refskákar. Hann segir að sér lítist í sjálfu sér ágætlega á það. „Og ég verð að segja það að fram til þessa hefur enginn hinna pólitísku leiðtoga sagt neitt við fréttamenn sem þeir hafa ekki sagt við mig. Menn hafa ekki verið að spila póker. Ennþá, að minnsta kosti.“ Varðandi framhaldið þá segist Benedikt ekki vita annað en það sem fyrir liggur, þeir Óttarr fóru á fund Bjarna í gær. „Og sagði hann nákvæmlega það sem hann sagði við fréttamenn að hann ætlaði að taka sér helgina í að hugsa þetta. Það rímar allt saman. Svo er náttúrlega, hvað gerist síðan, þá kemur það bara í ljós. En ég veit ekkert meira.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00