Gareth Bale og Alvaro Morata sáu um markaskorunina í öruggum 3-0 sigri Real Madrid á nýliðum Leganes á heimavelli í fyrsta leik dagsins í spænska boltanum.
Með sigrinum ná Madrídingar fimm stiga forskoti á Barcelona í bili en Börsungar geta saxað á forskotið þegar liðið mætir Sevilla í kvöld.
Velski sóknarmaðurinn Gareth Bale kom Real Madrid yfir á 38. mínútu eftir undirbúning Isco en Bale bætti við öðru marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Morata bætti við þriðja marki Real Madrid korteri fyrir leikslok og gerði út um leikinn fyrir Real Madrid en þetta var fjórði sigur liðsins í röð.
Luka Modric, króatíski miðjumaður Real Madrid, kom inn af bekknum á 62. mínútu en hann virðist ætla að vera klár í slaginn þegar Króatar mæta Íslandi um næstu helgi.
Madrídingar í engum vandræðum með nýliðanna
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn