Wilshere var ekki valinn í síðustu tvo hópa en hlaut núna náð fyrir augum Gareths Southgate landsliðsþjálfara. Kane, sem skoraði í 1-1 jafntefli Tottenham og Arsenal í dag, hefur náð sér af meiðslum og kemur aftur inn í landsliðshópinn.
Michael Keane, samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, heldur sæti sínu í hópnum.
England mætir Skotlandi á Wembley á föstudaginn í undankeppni HM 2018. Á þriðjudaginn í næstu viku mæta Englendingar svo Spánverjum í vináttulandsleik á Wembley.
Enska landsliðshópinn má sjá í heild sinni hér að neðan.
SQUAD ANNOUNCEMENT
— England (@England) November 6, 2016
Here's the #ThreeLions squad for this month's games against Scotland and @SeFutbolpic.twitter.com/1fbt5YlmgG