25 ár síðan Magic Johnson sjokkeraði heiminn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 20:15 Earvin "Magic“ Johnson er 57 ára gamall og enn í fullu fjöri, Vísir/Getty 7. nóvember 1991, eða fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, varpaði NBA-körfuboltamaðurinn Magic Johnson sprengju inn í íþróttalíf Bandaríkjanna og alls heimsins. Earvin „Magic“ Johnson boðaði þá óvænt til blaðamannafundar og tilkynnti heiminum að hann væri HIV smitaður. Á þessum tíma var eyðnismit sannkallaður dauðadómur en engin þekkt lækning er til við HIV smiti. Með meðferð er nú hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri sem hefur sést í tilfelli Magic Johnson. Magic Johnson var á þessum tíma stærsta stjarna NBA-deildarinnar ásamt Michael Jordan og Larry Bird og enn „bara“ 32 ára gamall. Hann tilkynnti um leið að hann væri búinn að setja körfuboltaskóna upp á hillu. Johnson spilaði aftur, þar á meðal á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið eftir en NBA-ferill hans sem slíkur var í raun á endan. „Fram að þessum degi var það erfiðasta sem ég gerði að mæta mönnum eins og Michael Jordan eða Larry Bird. Þennan dag hófst baráttan fyrir lífi mínu. Guð gaf mér styrk til að koma fram og segja heiminum frá því að ég væri HIV smitaður,"skrifaði Magic Johnson inn á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum. Magic Johnson var þarna búinn að vinna fimm NBA-meistaratitla frá 1980 og smitandi brosið og skemmtileg framkoma sá til þess að nær allur heimurinn vissi hver hann var. „Í dag er hátíð lífsins. Ég held upp á það sem ég hef gengið í gengum eftir að hafa fyrir 25 árum fengið það sem flestir litu á sem dauðadóm,“ skrifaði Magic Johnson. NBA minntist þessa dags með því að taka saman myndband frá þessum örlagaríka degi fyrir 25 árum síðan. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
7. nóvember 1991, eða fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, varpaði NBA-körfuboltamaðurinn Magic Johnson sprengju inn í íþróttalíf Bandaríkjanna og alls heimsins. Earvin „Magic“ Johnson boðaði þá óvænt til blaðamannafundar og tilkynnti heiminum að hann væri HIV smitaður. Á þessum tíma var eyðnismit sannkallaður dauðadómur en engin þekkt lækning er til við HIV smiti. Með meðferð er nú hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri sem hefur sést í tilfelli Magic Johnson. Magic Johnson var á þessum tíma stærsta stjarna NBA-deildarinnar ásamt Michael Jordan og Larry Bird og enn „bara“ 32 ára gamall. Hann tilkynnti um leið að hann væri búinn að setja körfuboltaskóna upp á hillu. Johnson spilaði aftur, þar á meðal á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið eftir en NBA-ferill hans sem slíkur var í raun á endan. „Fram að þessum degi var það erfiðasta sem ég gerði að mæta mönnum eins og Michael Jordan eða Larry Bird. Þennan dag hófst baráttan fyrir lífi mínu. Guð gaf mér styrk til að koma fram og segja heiminum frá því að ég væri HIV smitaður,"skrifaði Magic Johnson inn á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum. Magic Johnson var þarna búinn að vinna fimm NBA-meistaratitla frá 1980 og smitandi brosið og skemmtileg framkoma sá til þess að nær allur heimurinn vissi hver hann var. „Í dag er hátíð lífsins. Ég held upp á það sem ég hef gengið í gengum eftir að hafa fyrir 25 árum fengið það sem flestir litu á sem dauðadóm,“ skrifaði Magic Johnson. NBA minntist þessa dags með því að taka saman myndband frá þessum örlagaríka degi fyrir 25 árum síðan. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira