Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Höskuldur Kári Schram og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. nóvember 2016 20:05 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá fundinum á vef RÚV. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar eftir því sem Vísir kemst næst. Bjarni upplýsti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í gær um stöðu mála. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag í síðustu viku og hefur síðan þá talað óformlega við forystumenn allra flokka á þingi. Bjarni sagðist á fimmtudag ætla að hugsa um málið yfir helgina og vonaðist til þess að hægt yrði að hefja formlegar viðræður fljótlega í þessari viku. Helst er horft til þess að sjálfstæðismenn myndi ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn og mögulega einum flokki til viðbótar. Viðreisn og Björt framtíð hafa hafnað að ganga inn í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar, og það sama á við um Vinstri græn. Heimildir fréttastofa herma ennfremur að töluvert sé um þreifingar milli flokka en allt bendir þó til þess að Bjarni sé enn að hugsa málið og meta stöðuna. Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá fundinum á vef RÚV. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar eftir því sem Vísir kemst næst. Bjarni upplýsti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í gær um stöðu mála. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag í síðustu viku og hefur síðan þá talað óformlega við forystumenn allra flokka á þingi. Bjarni sagðist á fimmtudag ætla að hugsa um málið yfir helgina og vonaðist til þess að hægt yrði að hefja formlegar viðræður fljótlega í þessari viku. Helst er horft til þess að sjálfstæðismenn myndi ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn og mögulega einum flokki til viðbótar. Viðreisn og Björt framtíð hafa hafnað að ganga inn í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar, og það sama á við um Vinstri græn. Heimildir fréttastofa herma ennfremur að töluvert sé um þreifingar milli flokka en allt bendir þó til þess að Bjarni sé enn að hugsa málið og meta stöðuna. Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25