Nýir þingmenn á skólabekk í dag Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2016 09:30 Nýr þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, er farinn að hlakka svo til þingstarfa að hann var þegar kominn í Alþingishúsið í gær. Þar gluggaði hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/Anton Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“ Kosningar 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“
Kosningar 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira