Niðurbrot ástarinnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 11:00 Björn Thors og Unnur Ösp í hlutverkum sínum í verki Bergmans, Brot úr hjónabandi. Leikhús Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman Borgarleikhúsið Leikstjórn og leikgerð: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Tónlist: Barði Jóhannsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Myndband: Elmar Þórarinsson Þýðing: Þórdís Gísladóttir Fyrir rúmlega fjörutíu árum sýndi sænska ríkissjónvarpið sex sjónvarpsþætti undir nafninu Scener ur ett äktenskap í leikstjórn Ingmars Bergman, sem einnig skrifaði handritið. Skemmst er frá því að segja að þættirnir slógu í gegn og ótal áhorfendur endurspegluðu sig í hjónabandi Marianne og Johans. Nokkrum árum síðar skrifaði Bergman leikgerð upp úr þáttunum fyrir svið sem nú er sýnd með uppfærðu sniði á Litla sviði Borgarleikhússins. Í Brot úr hjónabandi, í fínni þýðingu Þórdísar Gísladóttur, kryfur Bergman samband ónefndra hjóna nánast niður í frumeindir sínar á meðan það hrynur. Leikverkið hverfist um traust, ást og ástríðu milli tveggja einstaklinga á tímapunkti þegar allt ætti að vera fallið í ljúfa löð í lífi þeirra en í áhugaleysinu og daglegu amstri birtast brestirnir. Nístandi tilvistarkreppa herjar á hjónin sem þvingar þau til að horfast í augu við sannleikann um samlíf sitt. Ábyrgðin sem hvílir á herðum hjónanna Björns Thors og Unnar Aspar Stefánsdóttur er mikil enda þurfa þau að halda áhorfendum við efnið í tvær klukkustundir nánast upp á sitt eindæmi. Björn sýnir og sannar með leik sínum hér að hann er einn af albestu leikurum landsins um þessar mundir, svo einfalt er það. Hann notar hvert tækifæri til að afhjúpa nýjar hliðar á manni sem er algjörlega búinn að tapa sínum stað í heiminum. Líkamsstaða, raddbeiting og jafnvel augnaráð endurspegla þá brotnu sjálfsmynd sem þessi maður hefur að geyma en berst við að fela fyrir öðrum og sjálfum sér. Unnur Ösp gerir vel í mótleik sínum en þrátt fyrir mjög góða spretti og gríðargóðar senur, sérstaklega eftir hlé, þá er leikur hennar örlítið einsleitur á köflum. En samspil þeirra tveggja á sviðinu er bæði áhrifamikið og eftirtektarvert. Ólafur Egill Egilsson stýrir þessari sýningu af miklu öryggi og nálgast efnið á skýran hátt, bæði í leikstjórn sinni og leikgerð. Gjáin sem myndast á milli hjónanna verður öllum ljós með líkamstjáningu þeirra, löngum þögnum og staðsetningu á sviðinu en Ólafur Egill vinnur vel með þessa dínamík. Það getur verið erfitt að hanna í kringum nándina sem Litla sviðið getur skapað milli áhorfenda og leikara en Ilmur Stefánsdóttir, sem sér um bæði sviðsmynd og búninga, nálgast verkefnið með naumhyggjuna að vopni. Leifar úr lífi ónefndu hjónanna liggja líkt og rekaviður á sviðinu, nánast eins og fyrirboði um komandi skipbrot. Gervigrasið og grashnúðarnir eru þó einstaklega truflandi í annars ágætri sviðsmynd. Tónlistarval Barða Jóhannssonar er áhugvert en lagalistinn er troðfullur af þekktum poppslögurum um ástina, nánast eins og staðlaður listi fyrir staðlað tilhugalíf. Frumsömdu innslögin eru ljúf en hefðu jafnvel mátt vera meira afgerandi. Ljósahönnun er í höndum Kjartans Þórissonar og tekst honum vel upp. Sviðið er hjúpað ofurbjörtum ljósum nánast eins og á rannsóknarstofu, afleiðingin er að áhorfendur spegla sig bæði í persónum verksins og öðrum áhorfendum. Myndbandsvinna Elmars Þórarinssonar er að öllu jöfnu góð og greinilegt að andi Bergmans svífur þar yfir vötnum. Aftur á móti var lokamyndbandið of mikið af því góða því þar fer sýningin að fjalla um sjálfa sig og leikarana í sýningunni frekar en persónur verksins. Veikustu punktar sýningarinnar eru einmitt tilraunirnar í byrjun sýningar og í síðustu senum hennar til að opna verkið út á við. Þetta daður við sviðsetningu sjálfsins innan leikhússins er óþarfi, Brot úr hjónabandi er nægilega áhrifamikil sýning án þess. Leikur Björns Thors og Unnar Aspar, undir styrkri stjórn Ólafs Egils, er bæði góður og gegnumheill án þess að nokkurt prjál þurfi til.Niðurstaða: Firnasterk sýning um mannlega bresti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvember. Leikhús Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikhús Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman Borgarleikhúsið Leikstjórn og leikgerð: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Tónlist: Barði Jóhannsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Myndband: Elmar Þórarinsson Þýðing: Þórdís Gísladóttir Fyrir rúmlega fjörutíu árum sýndi sænska ríkissjónvarpið sex sjónvarpsþætti undir nafninu Scener ur ett äktenskap í leikstjórn Ingmars Bergman, sem einnig skrifaði handritið. Skemmst er frá því að segja að þættirnir slógu í gegn og ótal áhorfendur endurspegluðu sig í hjónabandi Marianne og Johans. Nokkrum árum síðar skrifaði Bergman leikgerð upp úr þáttunum fyrir svið sem nú er sýnd með uppfærðu sniði á Litla sviði Borgarleikhússins. Í Brot úr hjónabandi, í fínni þýðingu Þórdísar Gísladóttur, kryfur Bergman samband ónefndra hjóna nánast niður í frumeindir sínar á meðan það hrynur. Leikverkið hverfist um traust, ást og ástríðu milli tveggja einstaklinga á tímapunkti þegar allt ætti að vera fallið í ljúfa löð í lífi þeirra en í áhugaleysinu og daglegu amstri birtast brestirnir. Nístandi tilvistarkreppa herjar á hjónin sem þvingar þau til að horfast í augu við sannleikann um samlíf sitt. Ábyrgðin sem hvílir á herðum hjónanna Björns Thors og Unnar Aspar Stefánsdóttur er mikil enda þurfa þau að halda áhorfendum við efnið í tvær klukkustundir nánast upp á sitt eindæmi. Björn sýnir og sannar með leik sínum hér að hann er einn af albestu leikurum landsins um þessar mundir, svo einfalt er það. Hann notar hvert tækifæri til að afhjúpa nýjar hliðar á manni sem er algjörlega búinn að tapa sínum stað í heiminum. Líkamsstaða, raddbeiting og jafnvel augnaráð endurspegla þá brotnu sjálfsmynd sem þessi maður hefur að geyma en berst við að fela fyrir öðrum og sjálfum sér. Unnur Ösp gerir vel í mótleik sínum en þrátt fyrir mjög góða spretti og gríðargóðar senur, sérstaklega eftir hlé, þá er leikur hennar örlítið einsleitur á köflum. En samspil þeirra tveggja á sviðinu er bæði áhrifamikið og eftirtektarvert. Ólafur Egill Egilsson stýrir þessari sýningu af miklu öryggi og nálgast efnið á skýran hátt, bæði í leikstjórn sinni og leikgerð. Gjáin sem myndast á milli hjónanna verður öllum ljós með líkamstjáningu þeirra, löngum þögnum og staðsetningu á sviðinu en Ólafur Egill vinnur vel með þessa dínamík. Það getur verið erfitt að hanna í kringum nándina sem Litla sviðið getur skapað milli áhorfenda og leikara en Ilmur Stefánsdóttir, sem sér um bæði sviðsmynd og búninga, nálgast verkefnið með naumhyggjuna að vopni. Leifar úr lífi ónefndu hjónanna liggja líkt og rekaviður á sviðinu, nánast eins og fyrirboði um komandi skipbrot. Gervigrasið og grashnúðarnir eru þó einstaklega truflandi í annars ágætri sviðsmynd. Tónlistarval Barða Jóhannssonar er áhugvert en lagalistinn er troðfullur af þekktum poppslögurum um ástina, nánast eins og staðlaður listi fyrir staðlað tilhugalíf. Frumsömdu innslögin eru ljúf en hefðu jafnvel mátt vera meira afgerandi. Ljósahönnun er í höndum Kjartans Þórissonar og tekst honum vel upp. Sviðið er hjúpað ofurbjörtum ljósum nánast eins og á rannsóknarstofu, afleiðingin er að áhorfendur spegla sig bæði í persónum verksins og öðrum áhorfendum. Myndbandsvinna Elmars Þórarinssonar er að öllu jöfnu góð og greinilegt að andi Bergmans svífur þar yfir vötnum. Aftur á móti var lokamyndbandið of mikið af því góða því þar fer sýningin að fjalla um sjálfa sig og leikarana í sýningunni frekar en persónur verksins. Veikustu punktar sýningarinnar eru einmitt tilraunirnar í byrjun sýningar og í síðustu senum hennar til að opna verkið út á við. Þetta daður við sviðsetningu sjálfsins innan leikhússins er óþarfi, Brot úr hjónabandi er nægilega áhrifamikil sýning án þess. Leikur Björns Thors og Unnar Aspar, undir styrkri stjórn Ólafs Egils, er bæði góður og gegnumheill án þess að nokkurt prjál þurfi til.Niðurstaða: Firnasterk sýning um mannlega bresti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvember.
Leikhús Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira