Helgi segir kjósendur ekki hafa verið að hafna málflutningi Íslensku þjóðfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 00:41 Helgi Helgason, formaður Íslenku þjóðfylkingarinnar. Vísir Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08
Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46
Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07
Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03