Formaður Alþýðufylkingarinnar ánægður með 0,2 prósent atkvæða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2016 02:09 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, á kjörstað í morgun. Vísir/Þórhildur Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með það fylgi sem flokkurinn hefur nú fengið, eða 0,2 prósent atkvæða. Fyrst og fremst sé hann ánægður með þá athygli sem flokkurinn hefur fengið að undanförnu, enda hafi eitt af markmiðunum verið að koma áherslumálunum á framfæri. „Ég held að fylgið sé hærra en síðast. Við höfum náð verulegum árangri í þessari kosningabaráttu og ég held að það séu margar praktískar ástæður fyrir því að fylgið skili sér ekki í samræmi við það. Ég veit líka að það var talsvert af fólki sem hefði helst viljað kjósa okkur en gerði það ekki af einhverjum ástæðum,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur segist hafa fengið afar góð viðbrögð frá fjölda fólks síðustu vikur. „Við höfum fengið slatta af nýjum félögum og í raun og veru lítum við á þetta sem áframhaldandi lyftistöng. Við hugsum ekki bara um einar kosningar og segjum bara búið spil. Við munum halda áfram strax á morgun,“ segir hann. „Markmið okkar er að breyta samfélaginu. Eitt af því sem hefur nú þegar gerst er að þeim fjölgar gríðarlega sem þekkja okkar sjónarmið. Okkar stefna er í raun og veru sú eina sem getur leitt til samfélagsbreytinga sem meirihluti þjóðarinnar vill.“ Þorvaldur segist ætla að halda ótrauður áfram. Næst muni flokkurinn bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með það fylgi sem flokkurinn hefur nú fengið, eða 0,2 prósent atkvæða. Fyrst og fremst sé hann ánægður með þá athygli sem flokkurinn hefur fengið að undanförnu, enda hafi eitt af markmiðunum verið að koma áherslumálunum á framfæri. „Ég held að fylgið sé hærra en síðast. Við höfum náð verulegum árangri í þessari kosningabaráttu og ég held að það séu margar praktískar ástæður fyrir því að fylgið skili sér ekki í samræmi við það. Ég veit líka að það var talsvert af fólki sem hefði helst viljað kjósa okkur en gerði það ekki af einhverjum ástæðum,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur segist hafa fengið afar góð viðbrögð frá fjölda fólks síðustu vikur. „Við höfum fengið slatta af nýjum félögum og í raun og veru lítum við á þetta sem áframhaldandi lyftistöng. Við hugsum ekki bara um einar kosningar og segjum bara búið spil. Við munum halda áfram strax á morgun,“ segir hann. „Markmið okkar er að breyta samfélaginu. Eitt af því sem hefur nú þegar gerst er að þeim fjölgar gríðarlega sem þekkja okkar sjónarmið. Okkar stefna er í raun og veru sú eina sem getur leitt til samfélagsbreytinga sem meirihluti þjóðarinnar vill.“ Þorvaldur segist ætla að halda ótrauður áfram. Næst muni flokkurinn bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum.
Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira