Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:17 „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
„Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira