„Ég held það sé nokkuð augljóst í ljósi niðurstöðu kosninganna þar sem mörgum leiðum hefur verið hafnað; byltingu Pírata, vinstri stjórn og núverandi ríkisstjórn. Þar af leiðandi er flókin úrlausnarstaða,“ sagði Sigurður Ingi eftir að hann gekk út af fundi með forsetanum.
„Það þarf að kalla þingið saman innan tíu vikna og við þurfum líka að setja fjárlög fyrir áramót. Það hefur svo sem legið fyrir lengi að þessi tími kosninga sé ekki heppilegur út af því. EN það er þá í höndum sitjandi ríkisstjórnar að leysa úr því ef ekki verður komin ný,“ sagði hann.
Sigurður sagðist hins vegar ekki vilja upplýsa um hvað nákvæmlega var rætt um á fundinum. Aðspurður hvort hann hafi ráðlagt Guðna að veita Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks, umboðið sagði hann:
„Aftur, vísa ég ekki í tveggja manna tal og mun eiga fund með honum á morgun. [...] Það má leggja saman tvo og tvo og oft fá út fjóra.“