Hvaða málamiðlanir geta flokkarnir gert? Snærós Sindradóttir skrifar 31. október 2016 08:00 Mögulegar stjórnir Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira