Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 09:47 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. vísir/anton brink Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00
Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00