Óttarr um græna jakkann: „Guli rekkinn inni í skáp orðinn þreyttur og skítugur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2016 16:36 Óttarr Proppé er hvergi nærri hættur að koma á óvart um fatavalið sitt. „Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að ég væri kominn með sálarheill landans svona mikið í fangið,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi. Fötin sem Óttarr klæddist í umræðuþætti RÚV með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing í gærkvöldi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter, og virtist fólk jafnvel vera í uppnámi. „Þetta kemur eiginlega bara til útaf því að guli rekkinn inni í fataskápnum mínum var orðinn nokkuð þreyttur og skítugur eftir langa kosningabaráttu og maður þurfti að teygja sig djúpt inn í skápinn.“ Klæðaburður Óttars hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. Í dag mætti Óttarr á fund til Guðna Th. forseta Íslands til að ræða mögulega stjórnarmyndun. Þá mætti Óttarr í græna jakkanum sem hann var í á RÚV í gærkvöldi en var í gömlu góðu karrígulu buxunum og karrígulu vesti. Hann var einnig í vínrauðri rúllukragapeysu. „Maður er kannski farinn að horfa á fjölbreyttari klæðnað í dag. Ég hef svosem látið sjá mig í öðru, þó svo að ég forðist grá jakkaföt og bindi. Fólk má alveg reikna með því að ég láti sjá mig í einhverju öðru í framtíðinni. Þessi græni jakki er einn af mínum uppáhalds og ég hafði ekki farið í hann í mörg ár.“ Sumir hafa velt því fyrir sér hvort græni jakkinn hafi verið einhver skilaboð til VG eða jafnvel Framsóknarflokksins, en þar er græni liturinn áberandi. „Mér finnst allavega mjög viðeigandi að vera í þessum jakka, þar sem Björt Framtíð er mjög grænn flokkur og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ný jakkaföt Óttars vekja athygli á Twitter: „Ég skil ekkert í íslenskri pólitík lengur“ Klæðaburður Óttars Proppé hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. 30. október 2016 20:14 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að ég væri kominn með sálarheill landans svona mikið í fangið,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi. Fötin sem Óttarr klæddist í umræðuþætti RÚV með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing í gærkvöldi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter, og virtist fólk jafnvel vera í uppnámi. „Þetta kemur eiginlega bara til útaf því að guli rekkinn inni í fataskápnum mínum var orðinn nokkuð þreyttur og skítugur eftir langa kosningabaráttu og maður þurfti að teygja sig djúpt inn í skápinn.“ Klæðaburður Óttars hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. Í dag mætti Óttarr á fund til Guðna Th. forseta Íslands til að ræða mögulega stjórnarmyndun. Þá mætti Óttarr í græna jakkanum sem hann var í á RÚV í gærkvöldi en var í gömlu góðu karrígulu buxunum og karrígulu vesti. Hann var einnig í vínrauðri rúllukragapeysu. „Maður er kannski farinn að horfa á fjölbreyttari klæðnað í dag. Ég hef svosem látið sjá mig í öðru, þó svo að ég forðist grá jakkaföt og bindi. Fólk má alveg reikna með því að ég láti sjá mig í einhverju öðru í framtíðinni. Þessi græni jakki er einn af mínum uppáhalds og ég hafði ekki farið í hann í mörg ár.“ Sumir hafa velt því fyrir sér hvort græni jakkinn hafi verið einhver skilaboð til VG eða jafnvel Framsóknarflokksins, en þar er græni liturinn áberandi. „Mér finnst allavega mjög viðeigandi að vera í þessum jakka, þar sem Björt Framtíð er mjög grænn flokkur og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ný jakkaföt Óttars vekja athygli á Twitter: „Ég skil ekkert í íslenskri pólitík lengur“ Klæðaburður Óttars Proppé hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. 30. október 2016 20:14 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Ný jakkaföt Óttars vekja athygli á Twitter: „Ég skil ekkert í íslenskri pólitík lengur“ Klæðaburður Óttars Proppé hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. 30. október 2016 20:14