Raforkuöryggi byggða vó þyngra en umhverfisáhrif Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2016 20:30 Lagning lengstu og dýrustu háspennulínu Noregs er hafin eftir margra ára átök. Miklu réð að þing Sama ákvað að leggjast ekki gegn línulögninni og taldi raforkuöryggi íbúa Norður-Noregs vega þyngra heldur en neikvæðar afleiðingar fyrir umhverfið. Það er víðar en á Íslandi sem tekist er á um háspennulínur. Í Noregi hafa um árabil staðið deilur um lagningu 513 kílómetra langrar háspennulínu milli Narvíkur og Hammerfest, sem ætlað er að treysta raforkuöryggi íbúa Norður-Noregs. Heildarkostnaður er áætlaður yfir 110 milljarðar íslenskra króna. Grafísk mynd frá Statnett sýnir hvernig háspennulínan umdeilda mun líta út í þessari fjallshlíð.Grafík/Statnett. Nýja línan verður að mestu lögð samsíða eldri línu en hluti hennar verður rifinn niður í staðinn. Statnett, hið norska Landsnet, segir línuna nauðsynlega fyrir afhendingaröryggi í landshlutanum og til að mæta vaxandi raforkuþörf atvinnulífs. Hinn valkosturinn sé að framleiða rafmagn með brennanlegu eldsneyti. Náttúruverndarsamtök, sem barist hafa gegn háspennulínunni, segja hins vegar megintilgang hennar að þjóna auknum gas- og olíuiðnaði í Norður-Noregi og benda á að hluti hennar fari um friðlýst svæði í hæsta verndarflokki. Þá hafa Samar sem stunda hreindýrabúskap einnig lagst gegn línunni, sagt hana ógna farleiðum dýranna. Orku- og olíumálaráðherra Noregs, Tord Lien, tók þann 18. ágúst sl. fyrstu skóflustungu í Alta að stærsta og umdeildasta áfanganum, 300 kílómetra kafla milli Troms og Finnmerkur. Lagning fyrsta áfanga hófst fyrir tveimur árum.Mynd/Orku- og olíumálaráðuneyti Noregs.En þrátt fyrir mótmæli tók orku- og olíumálaráðherrann, Tord Lien, nýlega fyrstu skóflustungu að stærsta áfanga línunnar. Stjórnvöld höfðu þá fengið sterkt vopn í áróðursstríðinu þegar þing Sama samþykkti í fyrra að leggjast ekki gegn línulögninni, taldi orkuöryggi íbúa Norður-Noregs vega þyngra á vogarskálunum. Úrslit málsins réðust þó í raun þegar Vatna- og orkumálastofnun Noregs (NVE) taldi að umhverfisáhrif væru ásættanleg. Við heildarmat á verkefninu taldi stofnunin að jákvæður samfélagslegur ávinningur vegna háspennulínunnar væri mun meiri heldur en neikvæð umhverfisáhrif.Ráðherrann Tord Lien með forseta Samaþingsins, Aili Keskitalo, við fyrstu skóflustunguna fyrir tveimur mánuðum.Mynd/Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs.Kröfum um að línan yrði að hluta eða að öllu leyti lögð í jörð var hafnað. Stofnunin féllst á þau sjónarmið Statnett að jarðstrengur 420 kílóvolta línu yrði margfalt dýrari. Áhættan við jarðstreng var jafnframt sögð óásættanleg vegna tæknilegrar óvissu.Stjórnvöld komu þó til móts við áhyggjur Sama með því að breyta legu línunnar á tveimur svæðum. Noregur Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Áhyggjuefni hve erfitt sé að treysta raforkuöryggi Ráðamenn raforkumála segja þrengt að raforkuöryggi í landinu og það sé orðið mikið áhyggjuefni fyrir samfélög hve erfitt sé að afla leyfa til að bæta úr. 29. maí 2016 08:02 Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. 18. desember 2015 22:30 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lagning lengstu og dýrustu háspennulínu Noregs er hafin eftir margra ára átök. Miklu réð að þing Sama ákvað að leggjast ekki gegn línulögninni og taldi raforkuöryggi íbúa Norður-Noregs vega þyngra heldur en neikvæðar afleiðingar fyrir umhverfið. Það er víðar en á Íslandi sem tekist er á um háspennulínur. Í Noregi hafa um árabil staðið deilur um lagningu 513 kílómetra langrar háspennulínu milli Narvíkur og Hammerfest, sem ætlað er að treysta raforkuöryggi íbúa Norður-Noregs. Heildarkostnaður er áætlaður yfir 110 milljarðar íslenskra króna. Grafísk mynd frá Statnett sýnir hvernig háspennulínan umdeilda mun líta út í þessari fjallshlíð.Grafík/Statnett. Nýja línan verður að mestu lögð samsíða eldri línu en hluti hennar verður rifinn niður í staðinn. Statnett, hið norska Landsnet, segir línuna nauðsynlega fyrir afhendingaröryggi í landshlutanum og til að mæta vaxandi raforkuþörf atvinnulífs. Hinn valkosturinn sé að framleiða rafmagn með brennanlegu eldsneyti. Náttúruverndarsamtök, sem barist hafa gegn háspennulínunni, segja hins vegar megintilgang hennar að þjóna auknum gas- og olíuiðnaði í Norður-Noregi og benda á að hluti hennar fari um friðlýst svæði í hæsta verndarflokki. Þá hafa Samar sem stunda hreindýrabúskap einnig lagst gegn línunni, sagt hana ógna farleiðum dýranna. Orku- og olíumálaráðherra Noregs, Tord Lien, tók þann 18. ágúst sl. fyrstu skóflustungu í Alta að stærsta og umdeildasta áfanganum, 300 kílómetra kafla milli Troms og Finnmerkur. Lagning fyrsta áfanga hófst fyrir tveimur árum.Mynd/Orku- og olíumálaráðuneyti Noregs.En þrátt fyrir mótmæli tók orku- og olíumálaráðherrann, Tord Lien, nýlega fyrstu skóflustungu að stærsta áfanga línunnar. Stjórnvöld höfðu þá fengið sterkt vopn í áróðursstríðinu þegar þing Sama samþykkti í fyrra að leggjast ekki gegn línulögninni, taldi orkuöryggi íbúa Norður-Noregs vega þyngra á vogarskálunum. Úrslit málsins réðust þó í raun þegar Vatna- og orkumálastofnun Noregs (NVE) taldi að umhverfisáhrif væru ásættanleg. Við heildarmat á verkefninu taldi stofnunin að jákvæður samfélagslegur ávinningur vegna háspennulínunnar væri mun meiri heldur en neikvæð umhverfisáhrif.Ráðherrann Tord Lien með forseta Samaþingsins, Aili Keskitalo, við fyrstu skóflustunguna fyrir tveimur mánuðum.Mynd/Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs.Kröfum um að línan yrði að hluta eða að öllu leyti lögð í jörð var hafnað. Stofnunin féllst á þau sjónarmið Statnett að jarðstrengur 420 kílóvolta línu yrði margfalt dýrari. Áhættan við jarðstreng var jafnframt sögð óásættanleg vegna tæknilegrar óvissu.Stjórnvöld komu þó til móts við áhyggjur Sama með því að breyta legu línunnar á tveimur svæðum.
Noregur Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Áhyggjuefni hve erfitt sé að treysta raforkuöryggi Ráðamenn raforkumála segja þrengt að raforkuöryggi í landinu og það sé orðið mikið áhyggjuefni fyrir samfélög hve erfitt sé að afla leyfa til að bæta úr. 29. maí 2016 08:02 Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. 18. desember 2015 22:30 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00
Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16
Áhyggjuefni hve erfitt sé að treysta raforkuöryggi Ráðamenn raforkumála segja þrengt að raforkuöryggi í landinu og það sé orðið mikið áhyggjuefni fyrir samfélög hve erfitt sé að afla leyfa til að bæta úr. 29. maí 2016 08:02
Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. 18. desember 2015 22:30
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00