Peugeot Citroën hugleiðir að skera niður ríflega 2.100 störf vegna Brexit Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 12:42 PSA höfuðstöðvarnar í París. PSA Group sem á bílamerkin Peugeot og Citroën mun líklega skera niður 2.133 störf vegna ótta um dræma sölu bíla sinna í Bretlandi sökum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Nú þegar hefur sala bíla frá fyrirtækjunum báðum fallið mjög í Bretlandi. Sala dísilbíla um alla Evrópu hefur einnig dregist mjög saman hjá þeim báðum en þau hafa bæði lagt mikla áherslu á undanförnum misserum á framleiðslu dísilbíla. Á þessi þróun líka stóran þátt í fækkun starfsfólks. Við áramótin síðustu unnu 78.274 manns hjá PSA, svo 2.133 manna fækkun nemur um 3% af heildinni. Árið 2013 fækkaði PSA um 17.000 manns í sínum röðum, svo ekki þarf að fara langt aftur í tíma til að finna umfangsmeiri fækkun starfsfólks. PSA neyddist til að hækka verð bíla sinna í Bretlandi um 2% fljótlega eftir Brexit en staða pundsins gagnvart evru gaf ekki tilefni til annars, en í kjölfarið hefur sala á bílum þeirra minnkað. Það er ljóst að PSA þarf að hverfa að mestu frá framleiðslu dísilbíla og knúa bíla sína fremur bensíni eða rafmagni svo fyrirtækið haldi lífi í hörðu samkeppnisumhverfi bílaframleiðenda. Sala bíla PSA í Evrópu minnkaði um 4,5% í september en þó er salan í ár enn 4,1% yfir sölu fyrstu 9 mánaðanna í fyrra. Sala PSA náði mestum hæðum árið 2004 er fyrirtækið seldi hátt í 2,2 milljónir bíla, en í fyrra nam salan innan við 1,5 milljón bíla. Brexit Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent
PSA Group sem á bílamerkin Peugeot og Citroën mun líklega skera niður 2.133 störf vegna ótta um dræma sölu bíla sinna í Bretlandi sökum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Nú þegar hefur sala bíla frá fyrirtækjunum báðum fallið mjög í Bretlandi. Sala dísilbíla um alla Evrópu hefur einnig dregist mjög saman hjá þeim báðum en þau hafa bæði lagt mikla áherslu á undanförnum misserum á framleiðslu dísilbíla. Á þessi þróun líka stóran þátt í fækkun starfsfólks. Við áramótin síðustu unnu 78.274 manns hjá PSA, svo 2.133 manna fækkun nemur um 3% af heildinni. Árið 2013 fækkaði PSA um 17.000 manns í sínum röðum, svo ekki þarf að fara langt aftur í tíma til að finna umfangsmeiri fækkun starfsfólks. PSA neyddist til að hækka verð bíla sinna í Bretlandi um 2% fljótlega eftir Brexit en staða pundsins gagnvart evru gaf ekki tilefni til annars, en í kjölfarið hefur sala á bílum þeirra minnkað. Það er ljóst að PSA þarf að hverfa að mestu frá framleiðslu dísilbíla og knúa bíla sína fremur bensíni eða rafmagni svo fyrirtækið haldi lífi í hörðu samkeppnisumhverfi bílaframleiðenda. Sala bíla PSA í Evrópu minnkaði um 4,5% í september en þó er salan í ár enn 4,1% yfir sölu fyrstu 9 mánaðanna í fyrra. Sala PSA náði mestum hæðum árið 2004 er fyrirtækið seldi hátt í 2,2 milljónir bíla, en í fyrra nam salan innan við 1,5 milljón bíla.
Brexit Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent