Fótbolti

Afmælisstrákurinn afgreiddi Bilbao

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Real Madrid vann góðan sigur á Athletic Bilbao, 2-1, á Santiago Bernabeu í kvöld.

Karim Benzema kom heimamönnum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik og héldu þá kannski margir að lið Real Madrid myndi valta yfir Bilbao en svo var heldur betur ekki. Á 28. mínútu leiksins náði Sabin Merino að jafna metin fyrir gestina og var staðan 1-1 í hálfleiknum.

Erfilega gekk fyrir Real Madrid að skora fleiri mörk í leiknum, þrátt fyrir að vera mun meira með boltann og að skapa sér fullt af færum. Leikmenn Bilbao fengu einnig sín færi í síðari hálfleiknum en á 84. mínútu náðu heimamenn loksins að komast yfir þegar Alvaro Morata skoraði sigurmarkið.

Niðurstaðan 2-1 sigur fyrir heimamenn. Morata á afmæli í dag og er hann 24 ára. Hann er fyrsti leikmaður Real Madrid sem skorar á afmælisdaginn sinn síðan Karim Benzema skoraði á sínum afmælisdegi árið 2009. Real Madrid er í efsta sæti deildarinnar með 21 stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×