Ljósmyndasýning lýsir upplifun barna af flóttamannabúðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. október 2016 15:47 Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mynd/íslandsdeild amnesty international Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flottamannabúðum í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Sýningin verður í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og verður dagana 25. til 28. október næstkomandi. Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 25. október klukkan 17:00. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðunum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við erfiðar aðstæður. Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum. Mun Íslandsdeild Amnesty International tryggja að skilaboðin rati rétta leið, í samstarfi við Farahat.Úr sérfræðinámi í flóttamannabúðir Dr. Bashar Farahat er 32 ára læknir frá litlu þorpi í norðurhluta Sýrlands. Hann stundaði sérfræðinám í barnalækningum í Aleppo í Sýrlandi og var á þriðja ári af fjórum í starfsnámi þegar hann var handtekinn í júlí árið 2012 fyrir að vera andsnúinn stjórnvöldum. Hann var leystur úr haldi í byrjun árs 2013 og fékk þá ekki að snúa aftur í starfsnámið. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný. þegar hann var leystur úr haldi í annað skiptið í september 2013, voru flestir vina hans farnir úr landi. Hann var þá síðar kallaður í stjórnarherinn, ella yrði hann handtekinn í þriðja sinn. Frahat neitaði að verða við því og flúði því til Líbanon. Eftir fimm mánuði í Líbanon leitaði hann til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðaði hann til að komast til Bretlands. Í mars árið 2015, eftir 16 mánaða dvöl í Líbanon, fór hann til Bretlands og þar fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum til fimm ára. Dr. Bashar Farahat var gestur Íslandsdeildar Amnesty International í lok nóvember á síðasta ári og hélt hann erindi í Norræna húsinu um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist. Flóttamenn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flottamannabúðum í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Sýningin verður í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og verður dagana 25. til 28. október næstkomandi. Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 25. október klukkan 17:00. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðunum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við erfiðar aðstæður. Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum. Mun Íslandsdeild Amnesty International tryggja að skilaboðin rati rétta leið, í samstarfi við Farahat.Úr sérfræðinámi í flóttamannabúðir Dr. Bashar Farahat er 32 ára læknir frá litlu þorpi í norðurhluta Sýrlands. Hann stundaði sérfræðinám í barnalækningum í Aleppo í Sýrlandi og var á þriðja ári af fjórum í starfsnámi þegar hann var handtekinn í júlí árið 2012 fyrir að vera andsnúinn stjórnvöldum. Hann var leystur úr haldi í byrjun árs 2013 og fékk þá ekki að snúa aftur í starfsnámið. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný. þegar hann var leystur úr haldi í annað skiptið í september 2013, voru flestir vina hans farnir úr landi. Hann var þá síðar kallaður í stjórnarherinn, ella yrði hann handtekinn í þriðja sinn. Frahat neitaði að verða við því og flúði því til Líbanon. Eftir fimm mánuði í Líbanon leitaði hann til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðaði hann til að komast til Bretlands. Í mars árið 2015, eftir 16 mánaða dvöl í Líbanon, fór hann til Bretlands og þar fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum til fimm ára. Dr. Bashar Farahat var gestur Íslandsdeildar Amnesty International í lok nóvember á síðasta ári og hélt hann erindi í Norræna húsinu um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist.
Flóttamenn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira