Ljósmyndasýning lýsir upplifun barna af flóttamannabúðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. október 2016 15:47 Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mynd/íslandsdeild amnesty international Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flottamannabúðum í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Sýningin verður í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og verður dagana 25. til 28. október næstkomandi. Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 25. október klukkan 17:00. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðunum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við erfiðar aðstæður. Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum. Mun Íslandsdeild Amnesty International tryggja að skilaboðin rati rétta leið, í samstarfi við Farahat.Úr sérfræðinámi í flóttamannabúðir Dr. Bashar Farahat er 32 ára læknir frá litlu þorpi í norðurhluta Sýrlands. Hann stundaði sérfræðinám í barnalækningum í Aleppo í Sýrlandi og var á þriðja ári af fjórum í starfsnámi þegar hann var handtekinn í júlí árið 2012 fyrir að vera andsnúinn stjórnvöldum. Hann var leystur úr haldi í byrjun árs 2013 og fékk þá ekki að snúa aftur í starfsnámið. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný. þegar hann var leystur úr haldi í annað skiptið í september 2013, voru flestir vina hans farnir úr landi. Hann var þá síðar kallaður í stjórnarherinn, ella yrði hann handtekinn í þriðja sinn. Frahat neitaði að verða við því og flúði því til Líbanon. Eftir fimm mánuði í Líbanon leitaði hann til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðaði hann til að komast til Bretlands. Í mars árið 2015, eftir 16 mánaða dvöl í Líbanon, fór hann til Bretlands og þar fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum til fimm ára. Dr. Bashar Farahat var gestur Íslandsdeildar Amnesty International í lok nóvember á síðasta ári og hélt hann erindi í Norræna húsinu um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist. Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flottamannabúðum í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Sýningin verður í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og verður dagana 25. til 28. október næstkomandi. Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 25. október klukkan 17:00. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðunum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við erfiðar aðstæður. Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum. Mun Íslandsdeild Amnesty International tryggja að skilaboðin rati rétta leið, í samstarfi við Farahat.Úr sérfræðinámi í flóttamannabúðir Dr. Bashar Farahat er 32 ára læknir frá litlu þorpi í norðurhluta Sýrlands. Hann stundaði sérfræðinám í barnalækningum í Aleppo í Sýrlandi og var á þriðja ári af fjórum í starfsnámi þegar hann var handtekinn í júlí árið 2012 fyrir að vera andsnúinn stjórnvöldum. Hann var leystur úr haldi í byrjun árs 2013 og fékk þá ekki að snúa aftur í starfsnámið. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný. þegar hann var leystur úr haldi í annað skiptið í september 2013, voru flestir vina hans farnir úr landi. Hann var þá síðar kallaður í stjórnarherinn, ella yrði hann handtekinn í þriðja sinn. Frahat neitaði að verða við því og flúði því til Líbanon. Eftir fimm mánuði í Líbanon leitaði hann til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðaði hann til að komast til Bretlands. Í mars árið 2015, eftir 16 mánaða dvöl í Líbanon, fór hann til Bretlands og þar fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum til fimm ára. Dr. Bashar Farahat var gestur Íslandsdeildar Amnesty International í lok nóvember á síðasta ári og hélt hann erindi í Norræna húsinu um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist.
Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira