Hasar um ESB-málið milli Bjarna og Þorgerðar Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 20:13 Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og oddvita flokksins í Kraganum, vegna ESB-málsins í kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnandi þáttarins, Heimir Már Pétursson, spurði Bjarna ítrekað hvers vegna ekki mætti spyrja þeirrar sakleysislegu spurningar hví almenningur fengi ekki að segja til um hvort viðræður um ESB-aðild yrði fram haldið eða þeim slitið? Heimir Már vísaði þar til loforðs sem fyrir lá af hálfu Bjarna um að kosið yrði um hvort viðræðunum yrði fram haldið eða ekki. Bjarni hélt sig við það sem fyrr að ekki þýddi að standa í aðildarviðræðum nema fyrir lægi vilji að ganga í ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kraganum, sagði ljóst að Bjarna hafi snúist hugur og eins sótti Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingar, að Bjarna vegna málsins, sem spurði: „Hverskonar rugl er þetta?“ Kom til snarpra skoðanaskipta vegna þessa máls.Mismikil ánægja með nýja könnun Oddvitar sjö flokka í Kraganum, þeirra sem mælast með meira en fimm prósenta fylgi í könnunum í Suðvesturkjördæmi, tókust á í kosningaþætti Stöðvar 2 nú í kvöld. Talsverð spenna var í loftinu ekki síst vegna þess að þar mættust meðal annars Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín fyrir Viðreisn, en hún er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks. Eygló Harðardóttir mætti fyrir Framsóknarflokk, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkinguna, Óttarr Proppé fyrir Bjarta framtíð, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Vinstri græn.Þátttakendum var kynnt ný könnun um fylgi flokkanna í kjördæminu og vitaskuld voru oddvitarnir misánægðir með niðurstöðuna.Eygló segir Framsókn hafa staðið í erfiðum málum Jón Þór var ánægður og sagði ágætt fylgi til marks um það sem allir Íslendingar vildu norrænt velferðarkerfi. Og fyrir því hafi Píratar talað. Eygló benti á að Framsóknarflokkurinn hafi unnið verulega góðan sigur í síðustu kosningum. Framsóknarmenn horfa nú fram á að Willum Þór Þórsson detti út af þingi. Eygló taldi það góða spurningu hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri að bæta við sig en Framsóknarflokkurinn að tapa fylgi. Eygló taldi skýringuna helst þá að hún hafi þurft að berjast í erfiðum málum sem efst eru á baugi sem eru húsnæðismál og kjör öryrkja og aldraðra.Vonbrigði í Samfylkingu Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi sem mælst hefur í könnunum 365 og Bjarni taldi sterka stöðu í Kraganum meðal annars helgast af því að þeir stæðu vel og væru með meirihluta í mörgum sveitarstjórnum kjörtímabilsins. Hann vill tryggja Vilhjálm Bjarnason inn á þing, sem stendur tæpt, og sækja 6. manninn. Árni Páll sagði könnunina óneitanlega vera vonbrigði eins og staða flokksins almennt á landsvísu. Hvatning til að leggjast á árarnar og tryggja Margréti Gauju Magnúsdóttur inn. Hann taldi þúsund skýringar á þessu, ein væri sú sem Jón Þór nefndi með norrænt velferðarmódel – það hafi verið öxull í pólitík Samfylkingarinnar. Árni Páll vildi ekki kvarta undan því að aðrir töluðu fyrir þeim sjónarmiðum og notaði tækifærið og taldi mikilvægt að þau í Samfylkinguna, með sína reynslu, kæmu að borðum þegar næsta ríkisstjórn er mynduð.Holur hljómur í gömlu kosningaloforðarullunni Þorgerður Katrín gat ekki verið annað en kát með niðurstöðuna og að ýmislegt benti til þess að Viðreisn yrði með sögulega innkomu á þingið. Þorgerður var spurð hvort Evrópumálin væru nokkuð í deiglunni núna en hún taldi það af og frá, ungt fólk væri að spyrja um þetta og þau sem miðaldra væru hefðu ekki leyfi til að taka valkosti af ungu fólki í þeim efnum. Óttarr Proppé horfir fram á eilítið minna fylgi en í kosningum 2013 en segir Bjarta framtíð hafa verið að braggast að undanförnu. Hann segir athyglisvert að sjá í þróun sem er að hefðbundnu flokkarnir séu að gefa eftir. Hann segir það sögulegt og ljóst að kominn sé holur hljómur í gömlu kosningaloforðarulluna. Mikill vilji sé til breytinga. Rósa Björk var virkilega ánægð fyrir hönd VG, sem var að bæta við sig fjórum prósentum frá í kosningum. Rósa segir þetta þýða að fólk treysti þeim til góðra verka.Sjá má kjördæmaþáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fengju fimm þingmenn í Suðvesturkjördæmi og Framsókn tapar tveimur Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm af þrettán þingmönnum Suðvesturkjördæmis ef kosið yrði nú samkvæmt könnun fréttastofu 365. 20. október 2016 19:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og oddvita flokksins í Kraganum, vegna ESB-málsins í kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnandi þáttarins, Heimir Már Pétursson, spurði Bjarna ítrekað hvers vegna ekki mætti spyrja þeirrar sakleysislegu spurningar hví almenningur fengi ekki að segja til um hvort viðræður um ESB-aðild yrði fram haldið eða þeim slitið? Heimir Már vísaði þar til loforðs sem fyrir lá af hálfu Bjarna um að kosið yrði um hvort viðræðunum yrði fram haldið eða ekki. Bjarni hélt sig við það sem fyrr að ekki þýddi að standa í aðildarviðræðum nema fyrir lægi vilji að ganga í ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kraganum, sagði ljóst að Bjarna hafi snúist hugur og eins sótti Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingar, að Bjarna vegna málsins, sem spurði: „Hverskonar rugl er þetta?“ Kom til snarpra skoðanaskipta vegna þessa máls.Mismikil ánægja með nýja könnun Oddvitar sjö flokka í Kraganum, þeirra sem mælast með meira en fimm prósenta fylgi í könnunum í Suðvesturkjördæmi, tókust á í kosningaþætti Stöðvar 2 nú í kvöld. Talsverð spenna var í loftinu ekki síst vegna þess að þar mættust meðal annars Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín fyrir Viðreisn, en hún er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks. Eygló Harðardóttir mætti fyrir Framsóknarflokk, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkinguna, Óttarr Proppé fyrir Bjarta framtíð, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Vinstri græn.Þátttakendum var kynnt ný könnun um fylgi flokkanna í kjördæminu og vitaskuld voru oddvitarnir misánægðir með niðurstöðuna.Eygló segir Framsókn hafa staðið í erfiðum málum Jón Þór var ánægður og sagði ágætt fylgi til marks um það sem allir Íslendingar vildu norrænt velferðarkerfi. Og fyrir því hafi Píratar talað. Eygló benti á að Framsóknarflokkurinn hafi unnið verulega góðan sigur í síðustu kosningum. Framsóknarmenn horfa nú fram á að Willum Þór Þórsson detti út af þingi. Eygló taldi það góða spurningu hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri að bæta við sig en Framsóknarflokkurinn að tapa fylgi. Eygló taldi skýringuna helst þá að hún hafi þurft að berjast í erfiðum málum sem efst eru á baugi sem eru húsnæðismál og kjör öryrkja og aldraðra.Vonbrigði í Samfylkingu Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi sem mælst hefur í könnunum 365 og Bjarni taldi sterka stöðu í Kraganum meðal annars helgast af því að þeir stæðu vel og væru með meirihluta í mörgum sveitarstjórnum kjörtímabilsins. Hann vill tryggja Vilhjálm Bjarnason inn á þing, sem stendur tæpt, og sækja 6. manninn. Árni Páll sagði könnunina óneitanlega vera vonbrigði eins og staða flokksins almennt á landsvísu. Hvatning til að leggjast á árarnar og tryggja Margréti Gauju Magnúsdóttur inn. Hann taldi þúsund skýringar á þessu, ein væri sú sem Jón Þór nefndi með norrænt velferðarmódel – það hafi verið öxull í pólitík Samfylkingarinnar. Árni Páll vildi ekki kvarta undan því að aðrir töluðu fyrir þeim sjónarmiðum og notaði tækifærið og taldi mikilvægt að þau í Samfylkinguna, með sína reynslu, kæmu að borðum þegar næsta ríkisstjórn er mynduð.Holur hljómur í gömlu kosningaloforðarullunni Þorgerður Katrín gat ekki verið annað en kát með niðurstöðuna og að ýmislegt benti til þess að Viðreisn yrði með sögulega innkomu á þingið. Þorgerður var spurð hvort Evrópumálin væru nokkuð í deiglunni núna en hún taldi það af og frá, ungt fólk væri að spyrja um þetta og þau sem miðaldra væru hefðu ekki leyfi til að taka valkosti af ungu fólki í þeim efnum. Óttarr Proppé horfir fram á eilítið minna fylgi en í kosningum 2013 en segir Bjarta framtíð hafa verið að braggast að undanförnu. Hann segir athyglisvert að sjá í þróun sem er að hefðbundnu flokkarnir séu að gefa eftir. Hann segir það sögulegt og ljóst að kominn sé holur hljómur í gömlu kosningaloforðarulluna. Mikill vilji sé til breytinga. Rósa Björk var virkilega ánægð fyrir hönd VG, sem var að bæta við sig fjórum prósentum frá í kosningum. Rósa segir þetta þýða að fólk treysti þeim til góðra verka.Sjá má kjördæmaþáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fengju fimm þingmenn í Suðvesturkjördæmi og Framsókn tapar tveimur Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm af þrettán þingmönnum Suðvesturkjördæmis ef kosið yrði nú samkvæmt könnun fréttastofu 365. 20. október 2016 19:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Sjálfstæðismenn fengju fimm þingmenn í Suðvesturkjördæmi og Framsókn tapar tveimur Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm af þrettán þingmönnum Suðvesturkjördæmis ef kosið yrði nú samkvæmt könnun fréttastofu 365. 20. október 2016 19:20
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent